Fréttir & útgáfur

17.10.2014

Að miðla fjársjóði

Það búa allir yfir fjársjóði af reynslu, menntun og hugmyndum - en hvernig miðlum við þeim fjársjóði til annarra svo hann beri ávöxt? Þetta er spurning sem María Ellingsen tekur fyrir í hádegisfyrirlestri næstkomandi fimmtudag, 23. október. María kennir aðferðir við um koma frá sér hugmyndum á lifandi og áhrifaríkan hátt. 

Má ekki bjóða þér að kíkja í hádegismat og á fróðlegan fyrirlestur? Allir félagsmenn velkomnir.

09.10.2014

Á barnið þitt ekki erindi í VR-Skóla lífsins?

Jafnaðarkaup, stórhátíðarálag, uppsagnarfrestur, launaseðill ... Allt eru þetta hugtök sem geta þvælst fyrir fólki, ekki síst ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Í tæpa tvo áratugi hafa starfsmenn VR árlega heimsótt flesta grunnskóla á félagssvæði VR og fjölmarga framhaldsskóla og farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði með útskriftarnemum. Við höfum útskýrt fyrir þeim þessi hugtök og mörg fleiri. Við höfum svarað...
Meira ...

02.10.2014

Hefurðu skráð þig í VR-Skóla lífsins?

Skráning í VR-Skóla lífsins er hafin og tímabært að skrá sig. Skólinn er sérstaklega ætlaður ungu fólki á aldrinum 16 – 24 ára og er markmiðið að kynna þeim réttindi og skyldur á vinnumarkaði og styrkja þau í starfi. Fjöldinn allur af ungu fólki vinnur með skóla eða í skólafríum og gráupplagt að skella sér í VR-Skóla lífsins til að undirbúa það. Meira ...

05.09.2014

Framboðsfrestur