Fréttir & viðburðir

26.03.2015

Frá aðalfundi VR 2015

Það þarf þrjá til að koma á þeirri sátt á vinnumarkaði sem er nauðsynleg til að kjarasamningar náist, sagði formaður VR í ávarpi sínu á fjölmennum aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi, 25. mars. Ólafía B. Rafnsdóttir sagði kjaramálin og stöðuna í kjarasamningum hafa borið hæst á nýliðnu starfsári stjórnar, enda samningar lausir og óvissa mikil á vinnumarkaði. Ný viðmið voru sett í samningumÓlafía minntist þess að aldarfjórðungur...
Meira ...

26.03.2015

Varasjóður uppfærður eftir helgi

Á aðalfundi VR, sem haldinn var að kvöldi 25. mars, var lögð fram tillaga um framlag í VR varasjóð að upphæð 570 milljónir króna vegna ársins 2014 og rúmlega átta milljóna króna aukaframlag vegna ársins 2013. Tillagan var samþykkt samhljóða. Þetta er tæplega eitt hundrað milljóna króna hærra framlag en á síðasta ári. Við bendum á að inneign félagsmanna í varasjóði verður uppfærð og laus til útborgunar frá og með mánudeginum 30. mars...
Meira ...

25.03.2015

Breyttur skilatími umsókna vegna páska

Félagsmenn vinsamlega athugið að skila þarf umsóknum um styrki úr varasjóði og starfsmenntasjóðum í síðasta lagi þriðjudaginn 31. mars til að hægt verði að greiða út fyrir páska en greitt er út miðvikudaginn 1. apríl.Við minnum á rafrænar umsóknir og upplýsingar um stöðuna í sjóðum félagsins inn á Mínum síðum.

Fréttasafn