Fréttir & útgáfur

19.12.2014

TM hlýtur Jafnlaunavottun VR

TM hefur fengið Jafnlaunavottun VR en hún staðfestir að karlar og konur innan fyrirtækisins fá sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Hjá TM starfa 130 starfsmenn.

„Það er fagnaðarefni að TM skuli bætast í hóp jafnlaunavottaðra fyrirtækja“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, fomaður VR. „Jafnlaunavottuð fyrirtæki og stofnanir eru nú 23 talsins úr fjölmörgum atvinnugreinum m.a. í framleiðslu, verslun og sérhæfðri þjónustu af ýmsu...
Meira ...

11.12.2014

Bankarnir auka vaxtamun og heimilin verða af hundruðum milljóna króna

Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir lækkað vexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvember. Það er gott og blessað. En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn - innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna. 

Milljónir aukreitis til...
Meira ...

10.12.2014

Leiðari 3. tbl. VR blaðsins 2014 - Gleðilega hátíð

Nú er jólamánuðurinn runninn upp - loksins, loksins segja börnin sem hafa hlakkað til í heilt ár. En það eru ekki bara börnin sem bíða spennt eftir þessum árstíma, desember er afar skemmtilegur tími fyrir okkur fullorðna fólkið líka. Jólaverslunin er komin á fullan skrið og mikið annríki er hjá stórum hópi félagsmanna VR.

Það er mikilvægt að við hugum öll að stöðu verslunarfólks á þessum annasamasta tíma ársins hjá því og tryggjum að það...
Meira ...