Fréttir & útgáfur

29.01.2015

Félagsmenn VR vilja beina launahækkun

Félagsmenn VR vilja í auknum mæli leggja áherslu á beinar launahækkanir í kjarasamningum og eru ekki reiðubúnir til að taka þátt í þjóðarsátt. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sem kynnt var á fundi trúnaðarráðs í gærkvöldi. Á fundinum var rætt um stöðuna í kjaramálum og næstu skref. Formaður félagsins fékk umboð til að halda vinnu áfram við undirbúning launaliðar ...
Meira ...

26.01.2015

Áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu

Mikið hefur verið rætt um áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu. Hagfræðingur VR fjallar um rannsóknir innan hagfræðinnar á þessum áhrifum í grein sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Í greininni kemur fram að niðurstöður magnbundinna rannsókna bendi til þess að hækkun lágmarkslauna hafi lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á, eða nærri, lágmarkslaunum – og er sú niðurstaða þvert á ríkjandi kenningar. En hverjar eru þá...
Meira ...

20.01.2015

50% afsláttur í miðri viku!

Viltu skreppa í orlofshús VR í miðri viku fyrir lítinn pening? 

Til 15. maí næstkomandi geta félagsmenn VR leigt orlofshús í Miðhúsum, Stykkishólmi og á Einarsstöðum með 50% afslætti á virkum dögum. Páskavikan er undanskilin, þ.e. dagarnir 1. – 8. apríl.