Fréttir & viðburðir

27.02.2015

Viltu hitta frambjóðendurna?

Frambjóðendur til stjórnar VR fyrir næsta kjörtímabil kynna sig og áherslur sínar á félagsfundi miðvikudaginn 4. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í fundarsal VR, á jarðhæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, og hefst kl. 19:30. Félagsmenn á landsbyggðinni geta tekið þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað á skrifstofum VR í Vestmannaeyjum, á Akranesi og Egilsstöðum. Þeir sem vilja fylgjast með í fjarfundi, vinsamlega látið vita...
Meira ...

25.02.2015

Kaupmáttarvísitala VR – á réttri leið

Kaupmáttarvísitala VR hækkaði um 5,7% í desember 2014 samanborið við sama mánuð 2013. Leitni vísitölunnar hækkaði um 5% yfir sama tímabil. Bráðabirgðagildi fyrir janúarmánuð bendir til þess að 12 mánaða hækkun vísitölunnar nemi 3,4% og að leitnin hækki um 4,4%. Hvort sem horft er til vísitölunnar sjálfrar eða leitni vísitölunnar1 sýna báðir mælikvarðar að kaupmáttur er á svipuðum slóðum og ágúst/september 2006 eða ríflega 8 ár aftur í...
Meira ...

20.02.2015

Ætlar þú ekki örugglega að taka þátt?

Nú er tækifæri til að láta í sér heyra - könnun VR á fyrirtæki ársins og launakjörum hefur verið send til fullgildra félagsmanna. Könnunin er þinn vettvangur til að tala við stjórnendur á vinnustaðnum og láta vita hvað vel er gert og hvað má betur fara. Könnunin gefur þér líka tækifæri til að bera þín laun saman við aðra í sambærilegum störfum.Ef þú hefur ekki fengið könnun, endilega sendu okkur póst á vr@vr.is. Þín þátttaka skiptir máli –...
Meira ...