Fréttir & útgáfur

16.09.2014

Örfá sæti laus!

Gylfi Dalmann, dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands heldur hádegisfyrirlestur fimmtudaginn 18. september um undirbúning fyrir launaviðtalið. Í fyrirlestrinum verður rætt um þá þætti sem skapa virði starfsmanna, rætt verður um starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir. Einnig verður fjallað um þætti sem snúa að undirbúningi launaviðtalsins og sagt frá helstu aðferðum samningatækni sem nýtast í viðtalinu. Fyrirlesturinn er...
Meira ...

10.09.2014

Stjórn VR gagnrýnir fjárlagafrumvarpið

Stjórn VR samþykkti á fundi sínum í kvöld, 10. september 2014, ályktun þar sem áherslum í fjárlagafrumvarpi 2015 er harðlega mótmælt og framkoma gagnvart atvinnulausum hörmuð. Ályktunin er birt í heild sinni hér að neðan.

"Stjórn VR mótmælir auknum álögum á þorra launafólks sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar felur í sér og harmar framkomu stjórnvalda í garð atvinnulausra sem þurfa að þola skerðingu á bótarétti...
Meira ...

08.09.2014

Til hamingju Hagar !

Það er alltaf ánægjulegt þegar vel gengur hjá fyrirtækjum og þau hafa tækifæri til að gera vel við starfsmenn sína. Það gengur glimrandi vel hjá Högum og ég vil nota tækifærið og óska starfsmönnum fyrirtækisins til hamingju með frábæran árangur síðustu misseri. Nú er lag fyrir Haga að deila ávinningnum til allra starfsmanna. 

Hagar eru stærsti einstaki aðili á dagvörumarkaði með hátt í sextíu verslanir og vöruhús. Fyrirtækið er...
Meira ...

05.09.2014

Framboðsfrestur

28.05.2014

Gerum gott betra