Fréttir & útgáfur

19.11.2014

Hvar erum við stödd í dag?

Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísitalan þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upphafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaupmáttur minn sé...
Meira ...

18.11.2014

Yfirlýsing frá VR

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um málshöfðun fyrrverandi starfsmanns VR á hendur félaginu og kröfu um skaða- og miskabætur frá VR vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar viðkomandi starfsmanns og meints eineltis af hálfu formanns vill félagið koma eftirfarandi á framfæri:

Þegar kvörtun barst frá starfsmanninum fyrrverandi, sem þá hafði látið af störfum, um einelti af hálfu formanns félagsins var leitað til utanaðkomandi sérfræðinga til að meta...
Meira ...

11.11.2014

Mundu eftir starfsmenntasjóðnum !

Ert þú búin/n að kynna þér nýju reglurnar um úthlutun og réttindasöfnun í Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks, SVS? 

Nú getur félagsmaður með full réttindi fengið greiddan styrk að hámarki 90.000 kr. og 75% af náms-/námskeiðsgjaldi. Ef styrkurinn er ekkert nýttur í 3 ár er möguleiki á 270.000 kr. styrk fyrir eitt samfellt nám og tekur þetta ákvæði gildi 1. janúar 2017.

Nýjar reglur Starfsmenntasjóðs...
Meira ...

05.09.2014

Framboðsfrestur