Fréttir & útgáfur

02.04.2014

VR gagnrýnir hækkun stjórnarlauna í Arion

VR hefur sent stjórnarmönnun og eigendum Arion banka bréf þar sem nýlegri ákvörðun stjórnarinnar um 7% hækkun stjórnarlauna er mótmælt. Í bréfinu, sem undirritað er af formanni VR, Ólafíu B. Rafnsdóttur, segir að ákvörðun bankans gangi í berhögg við þá sátt sem náðist á vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum og skorar félagið á stjórnina að draga þessa ákvörðun til baka. Bréfið er birt hér að neðan.

„VR mótmælir harðlega ákvörðun...
Meira ...

02.04.2014

Álag á orlofsvef VR

Félagsmenn vinsamlega athugið að mikið álag er nú á orlofsvef VR og hann getur því verið hægari en venjulega. Við biðjumst velvirðingar á þessu, verið er að vinna að lausn og biðjum við félagsmenn að sýna biðlund.


01.04.2014

Viltu leigja lítið og sætt orlofshús?

Félagsmönnum VR standa til boða ný orlofshús í Miðhúsaskógi sem eru minni en orlofshúsin sem fyrir eru. Nýju húsin eru 37 fermetrar að stærð og henta vel fyrir tvo eða þrjá. Miðvikudaginn 2. apríl verður opnað fyrir bókun húsanna en þá verður jafnframt opnað fyrir bókun allra orlofshúsa VR í júlímánuði. 

Til að bóka og greiða fyrir leigu orlofshúsa VR þarftu að Meira ...