Fréttir & útgáfur

22.04.2014

Orlofshús í Danmörku

Félagsmönnum VR standa til boða tvö orlofshús í Danmörku í sumar. Hægt er að leigja húsin eina viku í senn, frá föstudegi til föstudags.Enn er nokkrar vikur lausar - nánari upplýsingar um húsin í Danmörku og önnur orlofshús VR eru á orlofsvef VR.


02.04.2014

VR gagnrýnir hækkun stjórnarlauna í Arion

VR hefur sent stjórnarmönnun og eigendum Arion banka bréf þar sem nýlegri ákvörðun stjórnarinnar um 7% hækkun stjórnarlauna er mótmælt. Í bréfinu, sem undirritað er af formanni VR, Ólafíu B. Rafnsdóttur, segir að ákvörðun bankans gangi í berhögg við þá sátt sem náðist á vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum og skorar félagið á stjórnina að draga þessa ákvörðun til baka. Bréfið er birt hér að neðan.

„VR mótmælir harðlega ákvörðun...
Meira ...

02.04.2014

Álag á orlofsvef VR

Félagsmenn vinsamlega athugið að mikið álag er nú á orlofsvef VR og hann getur því verið hægari en venjulega. Við biðjumst velvirðingar á þessu, verið er að vinna að lausn og biðjum við félagsmenn að sýna biðlund.