Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mobile2 - Copy.jpg

Almennar fréttir - 24.07.2020

Kosning um vinnustöðvun hjá Norðurál ehf.

Nú standa yfir rafrænar kosningar um ótímabundið yfirvinnubann og verkfall félagsmanna VR sem starfa hjá Norðurál ehf.

Opnað var fyrir kosningu kl. 13.00 í dag, föstudaginn 24. júlí, og stendur hún til kl. 13:00 miðvikudaginn 29. júlí.

Hér geta félagsmenn VR hjá Norðurál ehf. tekið þátt í kosningunni.

Starfsfólk Norðuráls er eini aðilinn sem sagt getur til um hvort boða eigi til aðgerða eða ekki. Samninganefnd VR fer því fram á það við félagsmenn  sem starfa hjá Norðurál ehf. að þeir kynni sér málin og segi til um vilja sinn með því að kjósa í téðri kosningu.

Meirihluta greiddra atkvæða þarf til að samþykki teljist fengið. Falla atkvæði þar sem ekki er tekin afstaða með NEI-hlutanum þar sem um greitt atkvæði er um að ræða