Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
metoo2.jpg

Almennar fréttir - 05.02.2018

#metoo umræðukvöld ASÍ-UNG

ASÍ-UNG efna til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðarins, á morgun, 6. febrúar, kl. 20:00 á Stúdentakjallaranum. Aðgerðir stéttarfélaganna verða ræddar í þessu samhengi en í pallborði verða María Rut Kristinsdóttir, fv. talskona druslugöngunnar, Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum hjá ASÍ, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Eiríkur Þór Theódórsson varaformaður ASÍ-UNG.

Fundarstjóri er Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.