Nýr kjarasamningur milli VR og Elkem Ísland

Þann 12. maí sl. var undirritaður nýr kjarasamningur milli VR og Elkem Ísland á Grundartanga. Var samningurinn samþykktur með góðum meirihluta, 71% sem greiddu atkvæði sögðu já og 29% sögðu nei.

Hjá Elkem Ísland starfa 18 félagsmenn VR en kjarasamningurinn er á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Félags iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsambands Íslands, Stéttarfélags Vesturlands, Verkalýðsfélags Akraness og VR hinsvegar. Samningurinn mun verða afturvirkur frá 1. febrúar 2017. Meðal nýjunga í samningnum er svokallaður stóriðjuskóli, Elkem skólinn, en að öðru leyti koma hækkanir á grunnlaunum, og orlofs- og desemberuppbætur hækka um rúm 11%.

Skrá mig á póstlista VR