Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_utilif-4.jpg

Almennar fréttir - 05.11.2018

Opið fyrir umsóknir í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Opið er fyrir skráningar í Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun en umsóknarfrestur er til 20. janúar 2019. Námið er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum sem hafa áhuga á að efla sig enn frekar í starfi.

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er tveggja ára dreifnám með vinnu og eru grunnáfangar þess birgða-, vöru og rekstrarstjórnun, kaupmennska og verslunarréttur sem eru sérstaklega hannaðir fyrir nám í verslunarstjórnun. Einnig taka nemendur áfanga í rekstrarhagfræði, stjórnun, mannauðsstjórnun, þjónustustjórnun og reikningshaldi ásamt einum valáfanga sem nú þegar er kenndur til BS gráðu í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík. Hægt er að sitja áfangana þar sem námsmanni hentar, hvort sem er í staðnámi í HR eða í fjarnámi frá Bifröst. Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og veitir góðan grunn í viðskipta- og verslunarrekstri.

Nánari upplýsingar má finna á vef Háskólans í Reykjavík hér.

Og á vef Bifrastar hér.