Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Lifeyrisvit Loka

Almennar fréttir - 23.09.2020

Rafrænn hádegisfyrirlestur um lífeyrismál

Lífeyrismálin virka oft flókin og of oft bíðum við fram á síðustu stundu með að kynna okkur réttindi okkar hjá lífeyrissjóðunum. Þess vegna býður VR félagsmönnum sínum upp á rafrænan hádegisfyrirlestur um lífeyrismál þann 24. september frá kl. 12:00-13:00.

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða fer yfir lífeyrismálin í heild sinni, hlutverk lífeyrissjóða annars vegar og hlutverk almannatrygginga hins vegar, starfsemi lífeyrissjóða og lífeyrisréttindi almennt. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er svo lífeyrissjóður félagsmanna VR og Margrét Kristinsdóttir, forstöðumaður lífeyrisdeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, fer yfir sérstök réttindamál sem eiga við fyrir þá sem greiða í þann sjóð.

Athugið að fyrirlesturinn verður textaður á ensku.

Smelltu hér til að skrá þig!

Fyrirlesturinn verður í framhaldi af viðburðinum opinn á Mínum síðum VR til 30. desember 2020.