Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
2015_06_19_vr_kvenfrelsisdagurinn_hvitt_1.jpg

Almennar fréttir - 19.06.2020

Til hamingju með kvenréttindadaginn!

Á þessum degi fyrir 105 árum, nánar tiltekið þann 19. júní 1915, fengu konur, 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis og fimm árum síðar hlutu konur kosningarétt til jafns við karla. Baráttuna fyrir þessum réttindum, sem við teljum svo sjálfsögð í dag, er hægt að rekja aftur til ársins 1885 en fyrsta opinbera krafan um kosningarétt til handa kvenna kom fram tíu árum síðar.

Rétt eins og jafn kosningaréttur kvenna og karla þykir sjálfsagður í dag ættu jöfn laun karla og kvenna að vera jafn sjálfsögð. Um leið og við fögnum þeim kvenréttindum sem áunnust á þessum degi megum við ekki gleyma þeim réttindum kvenna að fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Þau hafa enn ekki orðið að veruleika.