Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mobile2 - Copy.jpg

Almennar fréttir - 31.07.2020

Úrslit í kosningum um yfirvinnubann og vinnustöðvun hjá Norðuráli

Atkvæðagreiðslu um ótímabundið yfirvinnubann (ekki föst yfirvinna) hjá Norðuráli frá kl. 00:01 þann 1. september 2020 og verkfall frá kl. 00:01 þann 1. desember 2020 er lokið.

Kosningin byggðist á 15. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur og byggjast verkfallsaðgerðir á grein 8.11.2 í kjarasamningi samningsaðila.

Samþykkt var að hefja ótímabundið yfirvinnubann og í framhaldi þess verkfall, ef ekki næst að semja, með 95,24% atkvæða félagsmanna.

Á kjörskrá voru 71, atkvæði greiddu 21, já sögðu 20 en 1 sagði nei.

Norðuráli og Sáttasemjara hefur verið kynnt niðurstaðan og aðgerðir samkvæmt þeim verið boðaðar.