Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
1mai-2013.jpg

Almennar fréttir - 24.05.2017

Vinnandi fólk í 100 ár - Ljósmyndasýning í húsi stéttarfélaganna

Föstudaginn 26. maí nk. kl. 14.00 verður opnuð ljósmyndasýning ASÍ í húsnæði stéttarfélaganna að Austurvegi 56, Selfossi. Veitingar í boði.

Á sýningunni sem kemur frá Þjóðminjasafni Íslands eru ljósmyndir sem veita innsýn í starfsemi Alþýðusambandsins sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári.

Ljósmyndirnar segja sögu þess fólks sem myndaði hreyfinguna og vakin er athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og vinnuumhverfi.

Sýningin byggir á Sögu Alþýðusambands Íslands eftir Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing sem einnig er höfundur sýningartexta. Hún samanstendur af ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Íslands, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kvikmyndasafni Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, Ljósmyndasafni Siglufjarðar, Ljósmyndasafninu á Ísafirði og Ljósmyndasafni Vestmannaeyja.

Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 8:00 – 16:00. Við hvetjum alla til að koma og sjá sögu verkafólks í 100 ár.