VR leitar að nafni á nýtt orlofshús

VR lauk nýlega við byggingu á stóru og glæsilegu orlofshúsi í orlofshúsabyggð sinni í Miðhúsaskógi.
Af þessu tilefni efnir félagið til nafnasamkeppni fyrir orlofshúsið en í verðlaun er helgardvöl í nýja húsinu.

Vinsamlegast sendu tölvupóst á vr@vr.is undir yfirskriftinni „nafnasamkeppni“ með þinni hugmynd að nafni á húsið ásamt nafni þínu og kennitölu. Nafnasamkeppnin stendur yfir til 31. mars og verður vinningshafinn kynntur á Facebooksíðu VR og vef VR í byrjun apríl.

Nýja orlofshúsið mætir þörfum hreyfihamlaðra samkvæmt algildri hönnun. Húsið er 118 fm að stærð með fjórum svefnherbergjum og svefnplássi fyrir allt að 10 manns. Í húsinu eru tvö baðherbergi og útisturta við heita pottinn. Húsið er einstaklega fjölskylduvænt með góðu aðgengi fyrir alla.

Til að taka þátt í nafnasamkeppninni sendirðu tölvupóst á vr@vr.is undir yfirskriftinni „nafnasamkeppni“ með þinni hugmynd að nafni á húsið ásamt nafni þínu og kennitölu.

Skrá mig á póstlista VR