Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Forsida Jolablad Vr 2019 4 (1)

Almennar fréttir - 15.12.2020

VR styður hjálparstarf um hátíðirnar

VR styrkir starf hjálparsamtaka um hátíðirnar eins og undanfarin ár. Í ár var ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar um tvær milljónir króna og Rauða kross Íslands um tvær milljónir króna. Auk þess verða deildir Rauða kross Íslands á Akranesi, Austurlandi, Suðurlandi og í Vestmannaeyjum styrktar um 250.000 kr. hver og Velferðarsjóður Suðurnesja um 750.000 kr. Til viðbótar verða úthlutaðir í ár styrkir til Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum, Mæðrastyrksnefndar og Samferða góðgerðasamtaka.

Að auki hefur félagið bætt við jólaaðstoðina áætluðum kostnaði við jólaball VR, 2,5 milljónir króna, en aflýsa þurfti jólaballi félagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Jólaaðstoð VR til hjálparsamtaka verður því alls alls 7,5 milljónir króna í ár.

Félagið vill þannig leggja sitt af mörkum til að aðstoða þá sem helst þurfa á stuðningi að halda yfir hátíðirnar. Með þessu fjárframlagi fylgir ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári til félagsmanna og landsmanna allra og ekki síst þeirra sem glíma við erfiðleika og veikindi.