Hvað gerir VR fyrir þig?

Félagsgjald VR er 0,7% af launum. Allir sem hafa greitt félagsgjald í einn mánuð eiga rétt á aðstoð kjaramáladeildar og sjúkradagpeningum. Til að verða fullgildur félagsmaður og eiga rétt á þeim fríðindum sem því fylgir, þarf að hafa greitt lágmarksfélagsgjald á síðustu 12 mánuðum.

Á móti félagsgjaldi þínu greiðir atvinnurekandi sem hér segir: 1% í sjúkrasjóð, 0,25% í orlofssjóð, 0,30% í starfsmenntasjóð og 0,13% í endurhæfingarsjóð

Þjónusta í boði hjá VR

Kjaramál - þinn réttur, ráðningasamningar, laun og fleira.

Sjúkrasjóður - þín heilsa, sjúkradagpeningar, slys og fleiri upplýsingar.

Orlofssjóður VR - þitt orlof, orlofshús, gjafabréf og fleira.

Sjóðir - styrkir til náms og námskeiða

VR varasjóður

Þjónusta við atvinnuleitendur

Allar upplýsingar á Mínum síðum

Allir sem greitt hafa til félagsins síðastliðna tólf mánuði geta skráð sig inn á Mínar síður þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir greiðslu félagsgjalda og hvaða þjónustu viðkomandi hefur nýtt sér.

Fullgildir félagsmenn sjá að auki stöðu sína í sjóðum félagsins, s.s. VR varasjóði og starfsmenntasjóðum.

Innskráning á Mínar síður