Almennur vs. opinber

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er spurt um marga ólíka þætti sem allir skipta máli fyrir líðan starfsfólks. Í ár voru spurningarnar hátt í 60 talsins. Hér að neðan er fjallað um niðurstöðurnar í nokkrum þeirra en viðhorf svarenda til lykilþáttanna í heild má sjá hér að neðst á síðunni.

Lykilþættirnir eru trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis og ánægja og stolt.

Mikill munur á viðhorfi á almennum og opinberum markaði

Í ár ákváðu 102 fyrirtæki að taka þátt í könnuninni og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu lagt samskonar könnun fyrir sína félagsmenn frá árinu 2005 og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar frá árinu 2011. í ár tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið jafnframt þátt með alla starfsmenn opinberra stofnana og nær könnunin því til um 50 þúsund starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

Viðhorf til lykilþáttanna átta er mjög misjafnt eftir því hvort um er að ræða hinn almenna eða opinbera vinnumarkað. Eins og sjá má á samanburðinum hér að neðan er mun meiri ánægja með stöðuna meðal félagsmanna VR og annarra starfsmanna fyrirtækja á almenna markaðnum. Þetta á við um alla þættina, en sérstaklega launakjörin, þar er óánægjan mikil meðal starfsmanna hins opinbera og ekki síður félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem starfa hjá stofnunum Akraness og Seltjarnarness auk höfuðborgarinnar.

Athugið að þessar einkunnir miða við svör þeirra fyrirtækja og stofnana sem komust inn á lista, ekki allra svarenda. Þessar tölur eru því eilítið aðrar en þær sem birtar eru í umfjöllun um þróun lykilþátt.

 

   VR, öll fyrirtæki á lista  SFR / Fjármálaráðuneyti
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar

 

2015

2015

2015

Heildareinkunn, meðaltal

4,19

3,89

3,91

Trúverðugleiki stjórnenda

4,17

3,88

3,99

Starfsandi

4,38

4,20

4,17

Launakjör

3,33

2,72

2,45

Vinnuskilyrði

4,12

3,85

3,69

Sveigjanleiki vinnu

4,43

4,25

4,18

Sjálfstæði í starfi

4,38

4,25

4,25

Ímynd fyrirtækis /stofnunar

4,34

3,75

3,91

Ánægja og stolt

4,34

4,13

4,07

Allar niðurstöður

Fyrirtæki ársins - sigurvegarar

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR en þetta er þriðja árið í röð sem þessi fyrirtæki bera sigur úr býtum. Aldrei áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu sæti allra listanna þrjú ár í röð

Sjá nánar

Fyrirmyndarfyrirtæki

Fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015. Mörg þessi fyrirtæki eru í efstu sætunum á hverju ári, hvernig sem staðan er.

Sjá nánar

Listi yfir fyrirtæki

Hér er hægt að sjá stöðu einstakra fyrirtækja í hópi stærri fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, í hópi meðalstórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru frá 20 upp í 49 eða í hópi lítilla fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 19 eða færri. Hægt er að velja atvinnugrein og sjá eingöngu stöðu fyrirtækja innan þeirrar greinar.

Sjá nánar

Virðing á vinnustaðnum

Mikill meirihluti svarenda í könnun VR á Fyrirtæki ársins, eða 85%, nýtur virðingar sem einstaklingar á vinnustaðnum. Nær þrír af hverjum fjórum svarendum geta nýtt hæfileika sína til fulls í vinnunni. Það vekur athygli að þessi viðhorf finnast frekar á smærri vinnustöðum en þeim stærri.

Sjá nánar

Eru launin sanngjörn

Sléttur helmingur svarenda í könnun VR telur að launakjör þeirra séu svipuð og á öðrum sambærilegum vinnustöðum. Það er minna en verið hefur undanfarin ár, árið 2011 var þetta hlutfall 61% og 64% árið 2009. Um 30% telja að launakjör þeirra sé verri en í sambærilegum fyrirtækjum en fimmtungur að þau séu betri.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er spurt um marga ólíka þætti sem allir skipta máli fyrir líðan starfsfólks. Í ár voru spurningarnar hátt í 60 talsins. Hér að neðan er fjallað um niðurstöðurnar í nokkrum þeirra en viðhorf svarenda til lykilþáttanna í heild má sjá hér.

Sjá nánar

Almennur vs opinber

Vinnumarkaðskönnun VR, Fyrirtæki ársins, hefur á undanförnum árum náð til æ stærri hóps. Fyrir rúmum áratug var fyrirtækjum fyrst gefið færi á að bjóða öllum starfsmönnum að taka þátt í könnuninni, hvort sem þeir væru í VR eður ei. Í ár ákváðu 102 fyrirtæki að gera það og hafa þau aldrei verið fleiri.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Könnunin náði til félagsmanna VR sem höfðu greitt lágmarksfélagsgjald á 12 mánaða tímabili, frá október 2013 til september 2014 auk þess að vera skráðir félagsmenn í VR í desember 2014. Að auki var fyrirtækjum boðið að aðrir starfsmenn þeirra fengju senda könnunina.

Sjá nánar

Happdrættið

Búið er að draga í happdrættinu í tengslum við könnunina á Fyrirtæki ársins 2015. Í vinning voru tvö gjafabréf með Icelandair og fimm miðar fyrir tvo á Airwaves hátíðina í haust.

Vinningsnúmerin eru:

104500, 125874, 103960, 116064, 110452, 109407, 127854
Sjá nánar