Framkvæmdin 2015

Könnunin náði til félagsmanna VR sem höfðu greitt lágmarksfélagsgjald á 12 mánaða tímabili, frá október 2013 til september 2014 auk þess að vera skráðir félagsmenn í VR í desember 2014. Að auki var fyrirtækjum boðið að aðrir starfsmenn þeirra fengju senda könnunina. Alls nýttu um 104 fyrirtæki sér þetta boð. Listi kom frá þessum fyrirtækjum með nöfnum og heimilisfangi eða netfangi starfsmanna.

Fyrirtæki ársins 2015 fór þannig fram að félagsmenn VR fengu sendan tölvupóst, ef netfang var til staðar. Þá var hringt í félagsmenn sem ekki voru með netfang og þeim boðið að taka þátt í könnuninni á netinu. Ef þeir samþykktu, var netfangs aflað og könnunin síðan send á þá. Einnig var hringt í félagsmenn þar sem könnun virtist ekki komast til skila eða þar sem netfang var rangt. Þá var starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem buðu öllum sínum starfsmönnum að taka þátt sendur listi á netinu ef slíku var komið við. Þeir starfsmenn sem ekki höfðu netfang var boðið að taka þátt á netinu, en þá var send slóð og lykilorð í GSM síma viðkomandi með SMS. Einnig voru send bréf til um 2.300 félagsmanna sem ekki hafði náðst í með slóð og lykilorði.

Alls voru 29.734 manns í úrtakinu. Svör bárust frá 12.235 starfsmönnum um 1.000 fyrirtækja, en svör 199 svarenda voru ekki nothæf og því voru svör 12.036 manns notuð við úrvinnslu, sem gerir 45,5% svarhlutfall. Svarhlutfall lækkar aðeins frá árinu 2014 en þá var það 47,6%. Mikilvægt er að hafa í huga að þetta er svörun úr heildarhópi eða þýði því allir félagsmenn VR, að uppfylltum framangreindum skilyrðum, höfðu möguleika á að taka þátt.

Lágmarkssvörun

Til þess að fyrirtæki væru tekin með í greininguna á Fyrirtæki ársins 2015 þurfti fjöldi svarenda að ná ákveðnu lágmarki. Krafa var gerð um 35% svarhlutfall frá fyrirtæki. Auk þess var miðað við að lágmarki 5 svarendur svöruðu hjá fyrirtækjum með færri en 20 starfsmenn og að lágmarki 6 starfsmenn hjá fyrirtækjum með 20 til 49 starfsmenn. Hjá fyrirtækjum með 50 til 99 starfsmenn þurftu að lágmarki 10 starfsmenn, 20 starfsmenn hjá fyrirtækjum með 100 til 499 starfsmenn og 50 starfsmenn hjá fyrirtækjum með 500 starfsmenn eða fleiri að hafa sent svör sín til Gallup. Alls uppfylltu 245 fyrirtæki þessi skilyrði og byggjast niðurstöður Fyrirtæki ársins 2015 á svörum 7.572 starfsmanna þessara fyrirtækja.

Aðferð

Fyrirtæki ársins 2015 voru valin með þeim hætti að spurningalisti var lagður fyrir starfsmenn fyrirtækja þar sem þeir voru inntir eftir mati á innra starfsumhverfi fyrirtækis síns. Mælingin náði til átta mismunandi þátta í starfsumhverfi fyrirtækja, en með því að láta mælinguna ná til margra þátta fæst heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi þeirra. Svo víðtæk mæling hjálpar stjórnendum einnig að átta sig betur á stöðu mála hjá sínu fyrirtæki því þeir fá niðurstöður um hvern þátt starfsumhverfisins. Þannig er auðveldara að sjá í hvaða málum úrbóta er þörf og hvaða þættir eru í góðum farvegi.

Þáttagreining (factor analysis) var notuð til að greina undirliggjandi þætti sem skýra fylgni milli spurninga. Með þeirri aðferð kemur í ljós hvaða spurningar mæla tiltekin hugtök eða þætti, það er hvaða hugtök eru mæld í spurningalistanum og hversu mörg þau eru. Í þáttagreiningunni komu í megindráttum fram átta þættir.

Þeir átta þættir sem komu fram eru viðhorf starfsfólks til trúverðugleika stjórnenda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika vinnu, möguleika starfsmanna á sjálfstæðum ákvörðunum í starfi, ímynd fyrirtækis, ánægja og stolt og starfsandi í fyrirtækinu (sjá töflu 1).

Þættirnir átta eru samsettir úr þeim spurningum sem falla undir hvern þátt. Hverri spurningu er hægt að svara á fimm punkta kvarða þar sem annar endi kvarðans gefur til kynna mikla ánægju með það sem spurt er um en hinn endinn gefur til kynna mikla óánægju. Einkunn á hverjum þætti stendur því fyrir meðalánægju svarenda á þeim spurningum sem falla undir viðkomandi þátt. Spurningunum er raðað upp í töflunni eftir hleðslu þeirra á þáttinn þannig að sú spurning sem er með hæsta hleðslu er efst.

Tafla 1. Vægi þátta í heildareinkunn.

 
               

Trúverðugleiki stjórnenda

 

17%

Starfsandi

     

13%

Launakjör

     

11%

Vinnuskilyrði

   

14%

Sveigjanleiki vinnu

   

10%

Sjálfstæði í starfi

   

10%

Ímynd fyrirtækis

   

12%

Ánægja og stolt

 

 

13%

               

Við þáttagreiningu var notuð principal axis aðferð með hornskökkum (oblique) snúningi og var fylgni milli þátta í öllum tilfellum hærri en 0,3. Samanlagt skýra þættirnir 68,5% af heildardreifingu breytanna (sjá lista yfir þættina neðar). Vægi einstakra þátta í heildareinkunn byggir á því hve stórt hlutfall dreifingarinnar hver þáttur skýrir af dreifingu allra spurninganna. Miðað var við að þáttahleðsla væri 0,3 eða hærri á viðeigandi þætti, en þá skýrir hvert atriði að minnsta kosti 9% af dreifingu þáttarins. Atriðagreining (item analysis) studdi það að þessi atriði áttu vel heima á viðeigandi þáttum. Á heildina litið voru atriði með góða þáttahleðslu við sína þætti. Við atriðagreiningu kom í ljós að þættirnir átta hafa góða innri samkvæmni (sjá töflu 2).

Tafla 2. Áreiðanleiki kvarðanna sem mynda heildarmælingu á Fyrirtæki ársins.

                   

 

 

 

 

 

 

Cronbach’s Alpha

Meðal-fylgni

 

Lægsta fylgni

Hæsta fylgni

 

 

 

 

 

 

Trúverðugleiki stjórnenda

 

 

0,94

0,63

0,48

0,82

Launakjör

         

0,86

0,68

0,59

0,80

Vinnuskilyrði

         

0,84

0,48

0,38

0,61

Sveigjanleiki vinnu

       

0,83

0,49

0,38

0,70

Sjálfstæði í starfi

       

0,83

0,55

0,44

0,66

Ímynd fyrirtækis

       

0,88

0,71

0,69

0,76

Starfsandi

         

0,84

0,65

0,61

0,71

Ánægja og stolt

 

 

 

 

0,93

0,77

0,70

0,90

 

Meðalheildareinkunn fyrirtækja sem komust á lista yfir Fyrirtæki ársins, var 4,19 en töluverðu munar á hvort um fyrirtæki færri en 20 starfsmenn, fyrirtæki með 20 til 49 starfsmenn eða fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri er að ræða eins og sjá má í töflu 3.

Tafla 3. Meðaltöl þátta

 

         

Fyrirtæki á lista með færri en 20 starfsmenn

Fyrirtæki á lista með 20 til 49 starfsmenn

Fyrirtæki á lista með 50 starfsmenn eða fleiri

Öll fyrirtæki á lista

         
         
       

Heildarmeðaltal

 

 

 

 

4,30

4,20

4,08

4,19

Trúverðugleiki stjórnenda

 

4,30

         4,16

4,05

4,17

Starfsandi

       

4,43

4,38

4,33

4,38

Launakjör

       

3,53

3,36

3,12

3,33

Vinnuskilyrði

       

4,26

4,12

4,01

4,12

Sveigjanleiki vinnu

       

4,52

4,42

4,36

4,43

Sjálfstæði í starfi

       

4,46

4,38

4,31

4,38

Ímynd fyrirtækis

       

4,42

4,39

4,22

4,34

Ánægja og stolt

 

 

 

 

4,41

4,38

4,24

4,34

Af þáttunum átta var meðaltalið hæst á þáttunum sveigjanleiki vinnu, starfsanda og sjálfstæði í starfi en lægst á þættinum launakjör (sjá töflu 3). Þá má sjá í töflu 3 að meðaleinkunn í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri er lægri á öllum þáttunum samanborið við fyrirtæki með 20 til 49 starfsmenn og fyrirtæki með færri en 20 starfsmenn.

Þættirnir sem mynda mælingu á Fyrirtæki ársins 2015

Smelltu á plúsinn fyrir framan hvern þátt til að fá nánari upplýsingar.

Trúverðugleiki stjórnenda (Stjórnun)

Starfsandi

Launakjör

Vinnuskilyrði

Sveigjanleiki vinnu

Sjálfstæði í starfi

Ánægja og stolt

Ímynd fyrirtækis

Allar niðurstöður

Fyrirtæki ársins - sigurvegarar

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR en þetta er þriðja árið í röð sem þessi fyrirtæki bera sigur úr býtum. Aldrei áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu sæti allra listanna þrjú ár í röð

Sjá nánar

Fyrirmyndarfyrirtæki

Fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015. Mörg þessi fyrirtæki eru í efstu sætunum á hverju ári, hvernig sem staðan er.

Sjá nánar

Listi yfir fyrirtæki

Hér er hægt að sjá stöðu einstakra fyrirtækja í hópi stærri fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, í hópi meðalstórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru frá 20 upp í 49 eða í hópi lítilla fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 19 eða færri. Hægt er að velja atvinnugrein og sjá eingöngu stöðu fyrirtækja innan þeirrar greinar.

Sjá nánar

Virðing á vinnustaðnum

Mikill meirihluti svarenda í könnun VR á Fyrirtæki ársins, eða 85%, nýtur virðingar sem einstaklingar á vinnustaðnum. Nær þrír af hverjum fjórum svarendum geta nýtt hæfileika sína til fulls í vinnunni. Það vekur athygli að þessi viðhorf finnast frekar á smærri vinnustöðum en þeim stærri.

Sjá nánar

Eru launin sanngjörn

Sléttur helmingur svarenda í könnun VR telur að launakjör þeirra séu svipuð og á öðrum sambærilegum vinnustöðum. Það er minna en verið hefur undanfarin ár, árið 2011 var þetta hlutfall 61% og 64% árið 2009. Um 30% telja að launakjör þeirra sé verri en í sambærilegum fyrirtækjum en fimmtungur að þau séu betri.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er spurt um marga ólíka þætti sem allir skipta máli fyrir líðan starfsfólks. Í ár voru spurningarnar hátt í 60 talsins. Hér að neðan er fjallað um niðurstöðurnar í nokkrum þeirra en viðhorf svarenda til lykilþáttanna í heild má sjá hér.

Sjá nánar

Almennur vs opinber

Vinnumarkaðskönnun VR, Fyrirtæki ársins, hefur á undanförnum árum náð til æ stærri hóps. Fyrir rúmum áratug var fyrirtækjum fyrst gefið færi á að bjóða öllum starfsmönnum að taka þátt í könnuninni, hvort sem þeir væru í VR eður ei. Í ár ákváðu 102 fyrirtæki að gera það og hafa þau aldrei verið fleiri.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Könnunin náði til félagsmanna VR sem höfðu greitt lágmarksfélagsgjald á 12 mánaða tímabili, frá október 2013 til september 2014 auk þess að vera skráðir félagsmenn í VR í desember 2014. Að auki var fyrirtækjum boðið að aðrir starfsmenn þeirra fengju senda könnunina.

Sjá nánar

Happdrættið

Búið er að draga í happdrættinu í tengslum við könnunina á Fyrirtæki ársins 2015. Í vinning voru tvö gjafabréf með Icelandair og fimm miðar fyrir tvo á Airwaves hátíðina í haust.

Vinningsnúmerin eru:

104500, 125874, 103960, 116064, 110452, 109407, 127854
Sjá nánar