Helstu niðurstöður

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er spurt um marga ólíka þætti sem allir skipta máli fyrir líðan starfsfólks. Í ár voru spurningarnar hátt í 60 talsins. Hér að neðan er fjallað um niðurstöðurnar í nokkrum þeirra en viðhorf svarenda til lykilþáttanna í heild má sjá hér að neðst á síðunni.

Lykilþættirnir eru trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis og ánægja og stolt.

Trúverðugleiki stjórnenda

Trúverðugleiki stjórnenda er einn af lykilþáttum í könnun VR á Fyrirtæki ársins en að baki honum liggja flestar spurningar, eða tíu. Hann hefur einnig mest vægi í heildareinkunn fyrirtækis. Heildareinkunn fyrir þennan þátt er ívið hærri en á síðasta ári, en þó lægri en hún var árið 2009.

Undir þennan þátt falla margar áhugaverðar spurningar. Ein þeirra snýr að hvatningu frá stjórnendum. Um sjö af hverjum tíu segjast fá stuðning og hvatningu frá stjórnendum og hefur það hlutfall ekki verið hærra frá árinu 2009. Það ár voru niðurstöður flestra spurninga nokkuð jákvæðari en árin á undan og eftir. Það má rekja til breyttra væntinga og viðhorfa eftir hrun en könnunin var gerð innan við hálfu ári eftir hrun.

Átta af hverjum tíu svarendum í könnuninni bera fullt traust til stjórnenda sinna fyrirtækja og hefur það viðhorf haldist nokkuð óbreytt síðustu ár. Þá segjast 90% svarenda geta leitað til síns næsta yfirmanns ef þörf krefur

Ímynd styrkist

Í könnuninni er spurt um ímynd fyrirtækjanna og hvernig starfsmenn meta viðhorf til þess. Einkunn fyrir ímyndina hækkar mikið og hefur ekki verið hærri frá árinu 2008, skömmu fyrir hrun. 77% svarenda segja að umræða um fyrirtækið sem þeir starfa hjá sé yfirleitt jákvæð en árið 2010 var þetta hlutfall undir 70% sem var það lægsta sem mælst hefur.

Mikill munur er á viðhorfi starfsmanna hvað þetta varðar eftir stærð fyrirtækisins, 72% starfsmanna hjá fyrirtækjum þar sem starfsmenn eru 100 eða fleiri telja að umræðan um fyrirtækið sitt sé jákvæð en 86% starfsmanna í minnstu fyrirtækjunum, þar sem starfa færri en tuttugu starfsmenn.

Aðrir þættir hafa einnig áhrif þegar þessi þáttur er skoðaður, til dæmis telja stjórnendur ímynd fyrirtækisins almennt sterkari en aðrir starfsmenn. Þá er viðhorfið til ímyndar fyrirtækisins jákvæðara í fyrirtækjum í sérhæfðri þjónustu en í verslun og þjónustu.

Ánægja með sveigjanleikann

Sveigjanleiki í vinnu fær enn og aftur hæstu einkunn lykilþátta, 4,36 af fimm mögulegum. Mikil ánægja ríkir með þann sveigjanleika sem starfsmenn hafa í vinnu, 90% segjast ánægð með sveigjanleika sinn og 87% eiga auðvelt með að samræma vinnu og fjölskyldulíf. 

Sveigjanleiki vinnu virðist frekar hafa aukist síðustu ár en minnkað, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar, þó að munurinn sé ekki mikill. Smelltu á myndina til að sjá stærra eintak.

Stærð fyrirtækis hefur áhrif

Það er áhugavert að viðhorf starfsmanna í smærri fyrirtækjum er mun jákvæðara en starfsmanna í stærri fyrirtækjum og er svo yfirleitt í könnuninni. 

    

Starfsandinn

Mikill meirihluti svarenda í könnuninni er ánægður með starfsandann í sínu fyrirtæki, 89% segja að hann sé góður en einungis 3% segja að hann sé slæmur. Í mörgum þáttum í könnun VR á Fyrirtæki ársins skiptir stærð fyrirtækis máli, en svo er ekki hvað varðar starfsandann. Munur eftir stærð er ekki marktækur. Munurinn er hins vegar nokkur þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir öðrum þáttum, t.d. eftir menntun en þeir sem hafa lokið háskólanámi eru almennt jákvæðari hvað þetta varðar en þeir sem hafa minni menntun að baki. 83% þeirra sem hafa grunnskólapróf eða minni menntun gefa starfsandanum góða einkunn en 92% þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi.

Ánægja og stolt

Miklum meirihluta starfsmanna líður vel í starfi og eru starfsmenn almennt ánægðir. Starfsöryggi hefur einig aukist á síðustu árum. Það vekur hins vegar athygli að færri segjast reiðubúnir til að mæla með vinnustað sínum við vini sína en árið 2009, þegar fyrst var spurt um þennan þátt. Árið 2009 sögðust 83% geta mælt með sínum vinnustað við vinina, en í ár er þetta hlutfall í 80%.

Hæsta heildareinkunn frá upphafi

Könnun VR á Fyrirtæki ársins felst ekki einungis í viðurkenningu til þeirra fyrirtækja sem sinna mannauðsmálum vel. Fyrirtæki ársins er fyrst og fremst könnun á viðhorfum starfsmanna á vinnumarkaði til nokkurra lykilþátta í innra starfi fyrirtækja. Niðurstöðurnar gefa VR mikilvægar upplýsingar um líðan félagsmanna sinna á vinnumarkaði og hvernig viðhorf þeirra og staða þróast. Þær segja félaginu hvar pottur er brotinn og hvað félagsmenn telja að vel sé gert. 

Átta lykilþættir

Lykilþættirnir sem spurt er um í könnun á Fyrirtæki ársins eru átta og má sjá þá í töflunni hér að neðan. Að baki hverjum þætti eru nokkrar spurningar eða fullyrðingar sem svarendur þurfa að taka afstöðu til.

Hver þáttur fær einkunn á bilinu einn til fimm og saman mynda þessar einkunnir heildareinkunn, bæði fyrir fyrirtækin og almennt viðhorf og líðan starfsmanna (sjá ítarlega umfjöllun um framkvæmdina).

Þróun á heildareinkunn síðustu ár hefur verið í eina átt, hún hefur hækkað jafnt og þétt. Einkunnin í ár, 4,09, er þannig hæsta heildareinkunn frá því VR hóf að mæla viðhorf á þennan hátt. Mesta ánægjan með sveigjanleika í vinnu Árið 2009 voru flestar einkunnir mun hærri en árin á undan eða á eftir, og má rekja það til þeirrar stöðu sem þá var á vinnumarkaði, en könnunin var gerð í upphafi árs 2009. Niðurstöðurnar endurspegluðu breyttar væntingar, ný viðhorf og samkennd strax í kjölfar hrunsins. Einkunnir síðustu ára sýna meira jafnvægi og stöðugleika og á það einnig við um árið í ár. 

Einkunn fyrir ímynd fyrirtækis er nú 4,18 sem er hæsta einkunn frá því rétt fyrir hrun en þá var hún óvenjulega há eða 4,28. Einkunn sveigjanleika í vinnu er hæst, og hefur verið svo undanfarin ár. Einkunn fyrir launakjör er lægst og hefur ætíð verið svo. Hún náði hæst á árunum 2008 til 2009, en lækkaði svo í kjölfarið og hefur verið nánast óbreytt í fjögur ár. 

Nær tólf þúsund svarendur í ár 

Hér að neðan má sjá þróun einkunna frá árinu 2007. Þessar einkunnir byggja á svörum allra þeirra sem tóku þátt í könnuninni, ekki einungis þeirra fyrirtækja sem náðu inn á lista. Hér er því um að ræða svör hátt í tólf þúsund manna á almennum vinnumarkaði

    2005     2006     2007     2008     2009     2010     2011     2012     2013      2014      2015 
 Heildareinkunn    3,83      3,89      3,93      4,01      4,08      4,04      4,05      4,07      4,07      4,07      4,09
 Trúverðugleiki stjórnenda     3,83      3,81      3,83      4,00      4,12      4,05      4,02      4,01      4,03      4,03      4,05
 Starfsandi    4,24      4,24      4,26      4,34      4,37      4,35      4,32      4,32      4,31      4,32      4,33
 Launakjör    3,19      3,20      3,24      3,41      3,40      3,26      3,16      3,19      3,20      3,20      3,20
 Vinnuskilyrði    3,88      3,83      3,85      3,90      4,05      4,03      4,03      4,02      4,03      4,04      4,03
 Sveigjanleiki vinnu          4,11      4,16      4,26      4,30      4,28      4,26      4,36      4,36      4,36      4,36
 Sjálfstæði í starfi    4,25      4,20      4,22      4,38      4,41      4,33      4,33      4,31      4,30      4,32      4,32
 Ímynd fyrirtækis    4,20      4,11      4,11      4,28      4,11      4,07      4,06      4,09      4,15      4,15      4,18
 Ánægja og stolt                            4,30      4,26      4,22      4,22      4,21      4,21      4,22Allar niðurstöður

Fyrirtæki ársins - sigurvegarar

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR en þetta er þriðja árið í röð sem þessi fyrirtæki bera sigur úr býtum. Aldrei áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu sæti allra listanna þrjú ár í röð

Sjá nánar

Fyrirmyndarfyrirtæki

Fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015. Mörg þessi fyrirtæki eru í efstu sætunum á hverju ári, hvernig sem staðan er.

Sjá nánar

Listi yfir fyrirtæki

Hér er hægt að sjá stöðu einstakra fyrirtækja í hópi stærri fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, í hópi meðalstórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru frá 20 upp í 49 eða í hópi lítilla fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 19 eða færri. Hægt er að velja atvinnugrein og sjá eingöngu stöðu fyrirtækja innan þeirrar greinar.

Sjá nánar

Virðing á vinnustaðnum

Mikill meirihluti svarenda í könnun VR á Fyrirtæki ársins, eða 85%, nýtur virðingar sem einstaklingar á vinnustaðnum. Nær þrír af hverjum fjórum svarendum geta nýtt hæfileika sína til fulls í vinnunni. Það vekur athygli að þessi viðhorf finnast frekar á smærri vinnustöðum en þeim stærri.

Sjá nánar

Eru launin sanngjörn

Sléttur helmingur svarenda í könnun VR telur að launakjör þeirra séu svipuð og á öðrum sambærilegum vinnustöðum. Það er minna en verið hefur undanfarin ár, árið 2011 var þetta hlutfall 61% og 64% árið 2009. Um 30% telja að launakjör þeirra sé verri en í sambærilegum fyrirtækjum en fimmtungur að þau séu betri.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er spurt um marga ólíka þætti sem allir skipta máli fyrir líðan starfsfólks. Í ár voru spurningarnar hátt í 60 talsins. Hér að neðan er fjallað um niðurstöðurnar í nokkrum þeirra en viðhorf svarenda til lykilþáttanna í heild má sjá hér.

Sjá nánar

Almennur vs opinber

Vinnumarkaðskönnun VR, Fyrirtæki ársins, hefur á undanförnum árum náð til æ stærri hóps. Fyrir rúmum áratug var fyrirtækjum fyrst gefið færi á að bjóða öllum starfsmönnum að taka þátt í könnuninni, hvort sem þeir væru í VR eður ei. Í ár ákváðu 102 fyrirtæki að gera það og hafa þau aldrei verið fleiri.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Könnunin náði til félagsmanna VR sem höfðu greitt lágmarksfélagsgjald á 12 mánaða tímabili, frá október 2013 til september 2014 auk þess að vera skráðir félagsmenn í VR í desember 2014. Að auki var fyrirtækjum boðið að aðrir starfsmenn þeirra fengju senda könnunina.

Sjá nánar

Happdrættið

Búið er að draga í happdrættinu í tengslum við könnunina á Fyrirtæki ársins 2015. Í vinning voru tvö gjafabréf með Icelandair og fimm miðar fyrir tvo á Airwaves hátíðina í haust.

Vinningsnúmerin eru:

104500, 125874, 103960, 116064, 110452, 109407, 127854
Sjá nánar