Mikill munur á viðhorfi á almennum og opinberum markaði

Fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði hefur staðið til boða í nokkur ár að bjóða öllum starfsmönnum, hvort sem þeir eru í VR eða ekki, að taka þátt í könnuninni. Í ár ákváðu 109 fyrirtæki að gera það og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu lagt samskonar könnun fyrir sína félagsmenn frá árinu 2005 og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar frá árinu 2011. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur jafnframt þátt með alla starfsmenn opinberra stofnana og nær könnunin því til um 50 þúsund starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

Viðhorf til lykilþáttanna níu er mjög misjafnt eftir því hvort um er að ræða hinn almenna eða opinbera vinnumarkað. Eins og sjá má á samanburðinum hér að neðan er mun meiri ánægja með stöðuna meðal félagsmanna VR og annarra starfsmanna fyrirtækja á almenna markaðnum. Þetta á við um alla þættina, en sérstaklega launakjörin, þar er óánægjan mikil meðal starfsmanna hins opinbera og ekki síður félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem starfa hjá stofnunum Akraness og Seltjarnarness auk höfuðborgarinnar.

Athugið að þessar einkunnir miða við svör þeirra fyrirtækja og stofnana sem komust inn á lista, ekki allra svarenda. Þessar tölur eru því eilítið aðrar en þær sem birtar eru í umfjöllun um þróun lykilþáttanna.

 

   VR, öll fyrirtæki á lista  SFR / Fjármálaráðuneyti
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar

 

2016

2016

2016

Heildareinkunn, meðaltal

4,17

3,95

3,93

Stjórnun

4,18

3,98

3,99

Starfsandi

4,34

4,21

4,20

Launakjör

3,38

2,96

2,57

Vinnuskilyrði

4,01

3,84

3,64

Sveigjanleiki vinnu

4,42

4,26

4,20

Sjálfstæði í starfi

4,36

4,26

4,22

Ímynd fyrirtækis /stofnunar

4,31

3,76

3,89

Ánægja og stolt

4,32

4,14

4,07

Jafnrétti

4,18

4,08

4,12

Allar niðurstöður

Fyrirtæki ársins - sigurvegarar

Johan Rönning, Expectus og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2016 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR meðal félagsmanna og fleiri starfsmanna á vinnumarkaði. Hástökkvarar ársins eru þrír, einn í hverjum stærðarflokki: Klettur - sala og þjónusta, Fastus og Karl K. Karlsson.

Sjá nánar

Fyrirmyndarfyrirtæki

Fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum stærðarflokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2016. Mörg þessara fyrirtækja eru í efstu sætunum á hverju ári, hvernig sem staðan er.

Sjá nánar

Listi yfir fyrirtæki

Hér er hægt að sjá stöðu einstakra fyrirtækja í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri, í hópi meðalstórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru frá 20 upp í 49 eða í hópi lítilla fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 19 eða færri. Hægt er að velja atvinnugrein og sjá eingöngu stöðu fyrirtækja innan þeirrar greinar.

Sjá nánar

Ríkir jafnrétti á vinnustaðnum?

Rúmlega 80% svarenda segja að jafnrétti ríki á þeirra vinnustað, hvort sem litið sé til kyns starfsmanna, aldurs , uppruna, kynhneigðar eða trúar- eða lífsskoðana. Fjölbreytni virðist mikil og fæstir telja að starfsfólki sé mismunað á þeirra vinnustað. Í ár er í fyrsta sinn spurt um jafnrétti þar sem niðurstöðurnar hafa áhrif á val á Fyrirtæki ársins.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Fleiri eru sáttir við launakjör sín í ár en fyrri ár. Þá segist mikill meirihluti svarenda vera allsendis óhræddur við að segja skoðun sína í vinnunni, þó að það geti valdið ágreiningi. Svarendur gefa sínum næsta yfirmanni almennt góða einkunn og starfsöryggi hefur aukist ár frá ári. Hér má sjá helstu niðurstöður í könnuninni.

Sjá nánar

Allir geta verið með

Rúmlega eitt hundrað fyrirtæki sem birtast á listum VR yfir Fyrirtæki ársins 2016 tryggðu öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni – óháð stéttarfélagsaðild þeirra – og hafa þau aldrei verið fleiri. Þessi fyrirtæki eru merkt með stjörnu (*) á listunum yfir fyrirtækin. VR hvetur fyrirtæki til að tryggja öllum starfsmönnum þátttöku.

Sjá nánar

Almennur vs. opinber

Könnunin á Fyrirtæki og Stofnun ársins nær ekki eingöngu til fyrirtækja heldur einnig til stofnana. SFR stéttarfélag og Starfsmannafélag Reykjavíkur bjóða félagsmönnum sínum þátttöku auk þess sem aðrir starfsmenn ríkisins taka einnig þátt á vegum fjármálaráðuneytisins. Alls nær könnunin til um 50 þúsund manna á vinnumarkaði.

Sjá nánar

Lykilþættirnir níu

Í könnun VR er spurt um viðhorf til níu lykilþátta í innra starfsumhverfi fyrirtækja. Mikill munur er á viðhorfi starfsmanna, m.a. eftir starfi, atvinnugrein og stærð fyrirtækis. Heildareinkunn er lægst hjá fyrirtækjum í iðnaði og samgöngum og flutningum en hæst hjá fyrirtækjum í sérhæfðri þjónustu.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Gerðar voru breytingar á forsendum þátttöku félagsmanna í könnun VR í ár. Nú nær hún til félagsmanna sem voru greiðandi í desember 2015 en ekki eingöngu þeirra sem voru fullgildir. Þá ákváðu 109 fyrirtæki að bjóða öðrum starfsmönnum en félagsmönnum VR þátttöku í könnuninni.

Sjá nánar

Hugmyndafræðin

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er viðhorf starfsmanna til lykilþátta í starfsumhverfi vinnustaðarins metið. Könnunin er vettvangur fyrir félagsmenn til að koma skoðunum sínum á framfæri og láta stjórnendur vita af því sem vel er gert og hvað betur má gera.

Sjá nánar

Happdrættið

Búið er að draga í happdrættinu í tengslum við könnunina á Fyrirtæki ársins 2016. Í vinning voru tvö gjafabréf með Icelandair og fimm miðar fyrir tvo á Airwaves hátíðina í haust.

Vinningsnúmerin eru:

114401, 114844, 115999, 116106, 127192, 128038 og 133392
Sjá nánar