Hvernig líður þínu starfsfólki?

Fyrirtæki ársins 2018

Könnun VR á Fyrirtæki ársins 2018 hefst í febrúar.

Könnunin snýst ekki aðeins um að velja fyrirtæki ársins, því niðurstöðurnar gefa stjórnendum mikilvægar upplýsingar um viðhorf starfsmanna. Niðurstöður úr könnuninni eru mikilvægur mælikvarði á frammistöðu stjórnenda og segja til um stöðu fyrirtækisins í samanburði við önnur fyrirtæki.

Fimm fyrirtæki valin í hverjum flokki

Í maí 2018 verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir valinu sem Fyrirtæki ársins. Valið á fyrirtæki ársins fer fram í þremur flokkum og eru fimm fyrirtæki valin í hverjum stærðarflokki. Alls fá því fimmtán fyrirtæki titilinn Fyrirtæki ársins 2018.

Allir geta tekið þátt

Könnun VR á Fyrirtæki ársins 2018 verður send til allra félagsmanna VR. En til að gefa sem réttasta mynd af stöðu fyrirtækisins er mikilvægt að sem flestir starfsmenn hvers fyrirtækis taki þátt.

Allir starfsmenn fyrirtækisins geta verið með – ekki aðeins félagar í VR.

Stjórnendur geta óskað eftir því að allir starfsmenn fái senda könnun, óháð stéttarfélagsaðild og starfshlutfalli.

Valið úr fyrirtækjum sem bjóða öllum þátttöku

Eingöngu þau fyrirtæki þar sem allir starfsmenn hafa tækifæri til þátttöku koma til greina sem fyrirtæki ársins. Þannig standa öll fyrirtæki jöfn að vígi í valinu.

Hver er kostnaðurinn?

Fyrirtæki bera ekki kostnað vegna þátttöku starfsmanna sem eru félagsmenn í VR en greiða fyrir þá starfsmenn sem eru utan félagsins. Þá geta fyrirtæki keypt ítarlega greiningu á niðurstöðum fyrir sitt fyrirtæki.

Kostnaður við þátttöku starfsmanna utan VR:
– Minni fyrirtæki – 52.000 kr.
– Meðalstór fyrirtæki – 63.000 kr.
– Stærri fyrirtæki – 74.000 kr.

280 kr. bætast við fyrir hvern starfsmann sem ekki er í VR.

Kostnaður við sérgreiningar:
– Minni fyrirtæki – 94.500 kr.
– Meðalstór fyrirtæki – 119.800 kr.
– Stærri fyrirtæki – 148.500 kr.

Allar tölur eru án vsk. Gallup innheimtir þennan kostnað.

Viðurkenningar eru veittar í þessum flokkum:

Minni fyrirtæki
Færri en 20 starfsmenn

Meðalstór fyrirtæki
20 til 49 starfsmenn

Stærri fyrirtæki
50 starfsmenn eða fleiri

Svona verður þitt fyrirtæki þátttakandi

Sendu lista með eftirfarandi upplýsingum á steinunn@vr.is
fyrir 18. janúar 2018:

  • Kennitölur, nöfn og tölvupóstföng allra starfsmanna – bæði VR félaga og annarra starfsmanna. Látið farsímanúmer fylgja ef viðkomandi starfsmaður er ekki með netfang.
  • Nafn og kennitölu þíns fyrirtækis.

Senda þarf lista þó að allir starfsmenn þíns fyrirtækis séu í VR. Þannig tryggir þú þátttöku fyrirtækisins í vali á Fyrirtæki ársins 2018. Rafrænir spurningalistar verða sendir út á íslensku, ensku og pólsku. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Ekki er boðið upp á spurningalista í prentuðu formi.

Nánari upplýsingar veita Steinunn Böðvarsdóttir hjá VR og Tómas Bjarnason og Vala Jónsdóttir hjá Gallup. 

Nánari upplýsingar

Um framkvæmdina Fyrirtæki ársins 2017