Launakönnun 2015

Launakönnun 2015

Laun félagsmanna VR hækkuðu um 2,9% á milli janúarmánaðar 2014 og sama mánaðar 2015, skv. launakönnun VR. Grunnlaunin hækkuðu um 2,1%.

Þetta sýna niðurstöður launakönnunar VR fyrir árið 2015. Þessi hækkun er í samræmi við þróun launavísitölu VR á sama tímabili en hún hækkaði um 2,3%. Á samanburðartímanum voru engar launahækkanir skv. kjarasamningum. Þar sem launin í könnuninni miða við janúar 2015 er hækkun skv. samningum frá því í maí 2015 ekki inni í launatölunum.

Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði meira á tímabilinu en í henni gætir áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkanna annarra hópa á vinnumarkaði.

Launabilið óbreytt á milli ára

Launabil milli þeirra sem hafa hæstu launin og þeirra sem hafa lægstu launin hefur verið nánast óbreytt í fimm ár, þeir launahæstu eru með þreföld laun á við þá lægstu. Sjá ítarlega umfjöllun um allar helstu niðurstöður könnunarinnar.

Er launamunur kynjanna að aukast?

Vísbendingar eru um að launamunur kynjanna kunni að vera að aukast en kynbundinn launamunur mælist nú 9,9% en var 8,5% á síðasta ári. Munurinn er innan vikmarka en engu að síður sá mesti sem mælst hefur á undanförnum árum. Kynbundinn launamunur í hópi stjórnenda er nú marktækur, körlum í hag. Sjá umfjöllun um launamun kynjanna.

Viðhorf til jafnréttis jákvæðara

Þó að vísbendingar séu um að launamunur kynjanna kunni að vera að aukast sýna niðurstöður launakönnunarinnar engu að síður að fleiri félagsmenn telja nú að jafnrétti ríki á vinnustað sínum en áður. Fyrirtæki með Jafnlaunavottun VR standa vel hvað þetta varðar. Sjá umfjöllun um viðhorf til jafnréttis hér að neðan.

Ávinningur menntunar eykst

Niðurstöður launakönnunarinnar benda til þess að ávinningur háskólamenntunar sé að aukast  en hann dróst jafnt og þétt saman á árunum 2009 - 2014. Sjá hér nánar um ávinning menntunar.

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Laun félagsmanna VR hækkuðu um 2,9% á milli janúarmánaðar 2014 og sama mánaðar 2015, skv. launakönnun VR. Grunnlaunin hækkuðu um 2,1%.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Niðurstöður launakönnunar VR 2015 gefa vísbendingar um að launamunur kynjanna innan félagsins kunni að vera að aukast eftir að hafa dregist saman jafnt og þétt síðustu ár. Breytingin er innan vikmarka, 1,4% á meðan vikmörkin eru 1,6%, en engu að síður umtalsverð og mesta aukning milli tveggja ára sem mælst hefur í launakönnun félagsins.

Sjá nánar

Ávinningur menntunar

Menntun á háskólastigi skilar konum hlutfallslega meiri ávinningi en körlum en það dregur saman með kynjunum. Á árinu 2009 skilaði stúdentspróf að meðaltali 6% hærri launum í launaumslagið en grunnskólanám þegar búið er að taka tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á launin, s.s. vinnutíma, starfs, atvinnugreinar, mannaforráða, aldurs, starfsaldurs og kyns.

Sjá nánar

Samanburður VR, SFR og STRV

VR hefur undanfarin ár birt samanburð á niðurstöðum launakannanna hjá VR, SFR stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Reykjavíkur. VR hefur kannað laun og önnur kjör sinna félagsmanna nær samfellt í tvo áratugi, SFR stéttarfélag hefur gert samskonar launakönnun meðal félagsmanna sinna frá árinu 2007 og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar bættist nýlega við.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar