Launakönnun 2015

 

 

Ávinningur menntunar

Menntun á háskólastigi skilar konum hlutfallslega meiri ávinningi en körlum en það dregur saman með kynjunum. Á árinu 2009 skilaði stúdentspróf að meðaltali 6% hærri launum í launaumslagið en grunnskólanám þegar búið er að taka tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á launin, s.s. vinnutíma, starfs, atvinnugreinar, mannaforráða, aldurs, starfsaldurs og kyns. Grunnnám í háskóla, þ.e. BA eða BS nám, skilaði 26% hærri launum en grunnskólinn einn og sér og masters- eða doktorsnám skilaði mestum ávinningi, eða 40% hærri launum. Þetta má lesa úr launakönnunum VR undanfarin ár.

Á árunum 2010 til ársins 2014 dró jafnt og þétt úr ávinningi aukinnar menntunar. Í fyrra skilaði stúdentsprófið 3% hærri launum en grunnskólaprófið og BA/BS próf 20% hærri launum. Masters- eða doktorsnám á háskólastigi skilaði 30% hærri launum en grunnskólinn árið 2014, sem er 10 prósentustigum minna en fimm árum áður. Þetta sýna niðurstöður launakannanna VR á þessum árum.

Viðsnúningur 2015?

Niðurstöður launakönnunar félagsins í ár benda hins vegar til þess að nú sé þróunin e.t.v. að snúast við. Stúdentspróf skilar nú 7% hærri launum en grunnskólapróf og BA/BS próf skilar 23% hærri launum. Lengsta skólagangan, masters- eða doktorspróf, skilar svo 37% hærri launum en grunnskólanámið eitt og sér, samkvæmt niðurstöðunum.
Taflan sýnir hvað hvert menntunarstig skilar í prósentum ofan á heildarlaun fólks með grunnskólapróf að teknu tilliti til áhrifaþátta á laun.
  Stúdentspróf BA / BS próf  Meistara/doktorspróf 
  2009    6% 26% 40%
  2010 6% 24% 35%
  2011 6% 23% 34%
  2012 2% 21% 34%
  2013 4% 21% 32%
  2014 3% 20% 30%
  2015 7% 23% 37%

En hvað með kynin?

Háskólamenntun skilar kynjunum mismiklum ávinningi. Ef við skoðum stöðuna þegar búið er að reikna inn áhrifin af vinnutímanum, starfinu og fleiri þáttum sem hafa áhrif á laun hafa konur meiri ávinning af háskólanámi umfram grunnskóla en karlarnir. Það hefur hins vegar dregið saman með kynjunum eins og sjá má á mynd 2. Árið 2009 skilaði masters- eða doktorsnám körlum 31% hærri launum en grunnskólanámið en konum 47% hærri launum. Munurinn var því 16 prósentustig. Í ár skilar þessi menntun körlum 33% hærri launum en konum 40% og er munurinn kominn niður í 7 prósentustig.

Taflan sýnir sýna hvað háskólanámið skilar mikilli prósentuhækkun ofan á heildarlaun karla og kvenna sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi að teknu tilliti til áhrifaþátta á laun. Það að talan sé hærri hjá konum þýðir ekki að konur með masters- eða doktorspróf séu með hærri laun en karlar, eingöngu að þær fá meiri hækkun fyrir sína menntun en karlar. Kynbundinn launamunur meðal fólks með háskólamenntun er enn konum í óhag.


    Konur
Masters/doktorspróf 
  Karlar
Masters/doktorspróf 
  2009      47%   31%
  2010   42%   27%
  2011   39%   27% 
  2012   38%   29%
  2013   39%   25%
  2014   34%   27%
  2015   40%   33%

Meiri menntun dregur úr launamun

Það er mikilvægt að hafa í huga að menntun dregur úr kynbundnum launamun en það er engu að síður enn kynbundinn launamunur í öllum menntahópum. Kynbundinn launamunur, þar sem konur eru lægri en karlar, er 14% hjá þeim sem hafa grunnskólamenntun eða minni menntun, 11% hjá þeim sem hafa lokið framhaldsskóla auk viðbótarmenntunar og 7% hjá þeim sem hafa lokið háskólanámi. Niðurstöður launakönnunar VR 2015 benda hins vegar til þess að ávinningur kvenna af menntun umfram karla sé minni nú en hún hefur verið síðustu ár.

Allar niðurstöður

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Laun félagsmanna VR hækkuðu um 2,9% á milli janúarmánaðar 2014 og sama mánaðar 2015, skv. launakönnun VR. Grunnlaunin hækkuðu um 2,1%.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Niðurstöður launakönnunar VR 2015 gefa vísbendingar um að launamunur kynjanna innan félagsins kunni að vera að aukast eftir að hafa dregist saman jafnt og þétt síðustu ár. Breytingin er innan vikmarka, 1,4% á meðan vikmörkin eru 1,6%, en engu að síður umtalsverð og mesta aukning milli tveggja ára sem mælst hefur í launakönnun félagsins.

Sjá nánar

Ávinningur menntunar

Menntun á háskólastigi skilar konum hlutfallslega meiri ávinningi en körlum en það dregur saman með kynjunum. Á árinu 2009 skilaði stúdentspróf að meðaltali 6% hærri launum í launaumslagið en grunnskólanám þegar búið er að taka tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á launin, s.s. vinnutíma, starfs, atvinnugreinar, mannaforráða, aldurs, starfsaldurs og kyns.

Sjá nánar

Samanburður VR, SFR og STRV

VR hefur undanfarin ár birt samanburð á niðurstöðum launakannanna hjá VR, SFR stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Reykjavíkur. VR hefur kannað laun og önnur kjör sinna félagsmanna nær samfellt í tvo áratugi, SFR stéttarfélag hefur gert samskonar launakönnun meðal félagsmanna sinna frá árinu 2007 og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar bættist nýlega við.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar