Launakönnun 2015

Helstu niðurstöður

Heildarlaun félagsmanna í VR hækkuðu um 2,9% milli janúar 2014 og 2015, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR . Grunnlaun hækkuðu um 2,1%. Þetta er svipuð hækkun og hækkun launavísitölu VR á tímabilinu en hún hækkaði um 2,3%.

Launabil þeirra hæstlaunuðu og þeirra sem hafa lægstu launin hefur verið nær óbreytt í nokkur ár, það var mun hærra fyrir hrun. Ánægja með launakjörin er svipuð og síðustu ár, um helmingur er ánægður með launin Sjá umfjöllun að neðan um helstu niðurstöður könnunarinnar.

Hver eru launin?

Hvar eru hæstu launin

Viðtalið skilar hærri launum

Ávinningur menntunar eykst

Á síðasta áratug hefur þeim fjölgað umtalsvert sem telja að kynin eigi jafna möguleika til starfsframa á vinnustaðnum. Árið 2005 sögðust 64% svarenda í launakönnun VR telja að karlar og konur stæðu jafnfætis þegar kæmi að starfsframa á vinnustað þeirra en í ár er þetta hlutfall komið í 74%. Um fimmtungur svarenda, eða 21%, segir nú að möguleikar karla séu meiri, en árið 2005 var þriðjungur svarenda þeirrar skoðunar.

Munur á viðhorfi kynjanna

Þegar kemur að jafnréttismálunum er munur á viðhorfi kynjanna. Karlar eru frekar á því en konur að jafnrétti ríki á vinnustaðnum, 82% þeirra segja að karlar og konur hafi jafna möguleika á frama í starfi en 68% kvenna.

Munurinn á viðhorfi kynjanna er enn meiri þegar spurt er hvort karlar og konur á vinnustað þeirra fái greidd sömu laun fyrir sambærileg störf, 91% karla segir svo vera en 66% kvenna. Þá segja mun fleiri karlar en konur að lögð sé áhersla á jafnrétti kynjanna á vinnustaðnum og að þar sé að finna skýra stefnu um jafnrétti karla og kvenna.

Jafnlaunavottuð fyrirtæki standa sterkt

Rúm tvö ár eru síðan kynnt var til sögunnar Jafnlaunavottun VR. Vottunin er stjórntæki fyrir fyrirtæki til að meta sína eigin stöðu í jafnréttismálum og markviss leið fyrir þau til að uppfylla jafnlaunastaðal Staðlaráðs Íslands. Öll fyrirtæki geta sótt um Jafnlaunavottun VR, burtséð frá stéttarfélagsaðild starfsmanna þeirra. Nú tekur vottunin til vinnustaða þar sem starfa rúmlega fimm þúsund starfsmenn.

Þótt stutt sé síðan Jafnlaunavottun VR var fyrst afhent er ánægjulegt að sjá að hún er þegar farin að hafa áhrif. Fyrirtæki sem hafa fengið Jafnlaunavottun VR standa betur en þau sem ekki hafa fengið vottun, viðhorfið er jákvæðara og fleiri telja að jafnrétti ríki innan vinnustaðarins. Þar mælist kynbundinn launamunur einnig minni, þó að ekki sé um marktækan mun að ræða

Sjá hér umfjöllun um launamun kynjanna

Launabilið óbreytt fimm ár í röð

Þriðjungur vinnur fjarvinnu - en skemur í senn

Símakostnaður og líkamsrækt vinsælustu hlunnindi

Tæplega helmingur ánægður með launin

Allar niðurstöður

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Laun félagsmanna VR hækkuðu um 2,9% á milli janúarmánaðar 2014 og sama mánaðar 2015, skv. launakönnun VR. Grunnlaunin hækkuðu um 2,1%.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Niðurstöður launakönnunar VR 2015 gefa vísbendingar um að launamunur kynjanna innan félagsins kunni að vera að aukast eftir að hafa dregist saman jafnt og þétt síðustu ár. Breytingin er innan vikmarka, 1,4% á meðan vikmörkin eru 1,6%, en engu að síður umtalsverð og mesta aukning milli tveggja ára sem mælst hefur í launakönnun félagsins.

Sjá nánar

Ávinningur menntunar

Menntun á háskólastigi skilar konum hlutfallslega meiri ávinningi en körlum en það dregur saman með kynjunum. Á árinu 2009 skilaði stúdentspróf að meðaltali 6% hærri launum í launaumslagið en grunnskólanám þegar búið er að taka tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á launin, s.s. vinnutíma, starfs, atvinnugreinar, mannaforráða, aldurs, starfsaldurs og kyns.

Sjá nánar

Samanburður VR, SFR og STRV

VR hefur undanfarin ár birt samanburð á niðurstöðum launakannanna hjá VR, SFR stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Reykjavíkur. VR hefur kannað laun og önnur kjör sinna félagsmanna nær samfellt í tvo áratugi, SFR stéttarfélag hefur gert samskonar launakönnun meðal félagsmanna sinna frá árinu 2007 og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar bættist nýlega við.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar