Launakönnun 2016

Meiri fjölbreytni, takk!

Einn af hverjum fjórum félagsmönnum VR hefur orðið fyrir fordómum í vinnu einhvern tímann á ævinni, samkvæmt launakönnun VR 2016. Þegar spurt er um síðustu 12 mánuði fyrir könnun er þetta hlutfall 7% og 5% þegar spurt er um síðustu sex mánuði.

Einn af hverjum sjö svarendum segist hafa orðið var við fordóma gagnvart erlendu fólki á vinnustaðnum á síðustu sex mánuðum. Meirihlutinn er hlynntur aukinni fjölbreytni í starfsmannahópnum og telur að það yrði jákvætt fyrir vinnustaðinn. 

Uppruni, trú og kyn

Mikill meirihluti svarenda í launakönnun VR segist ekki hafa orðið var við fordóma á sínum vinnustað síðustu sex mánuðina áður en könnunin var gerð. En þar sem fordóma hefur orðið vart er það einkum gagnvart uppruna fólks, trú / trúleysi og gagnvart konum. Þessi munur er marktækur, þ.e. marktækt fleiri svarendur hafa orðið varir við fordóma gagnvart öðrum vegna uppruna þeirra, trúarskoðana og svo gagnvart konum.

Þá er það einnig ljóst að fordómar beinast einkum gegn fólki af erlendu bergi brotnu og er það marktækt meira en gagnvart öllum öðrum hópum sem nefndir eru hér að neðan.

Hefur þú á síðastliðnum sex mánuðum í vinnu þinni orðið var/vör við fordóma ...

 

Nei

       

... gagnvart erlendu fólk

14%

86%

 

... gagnvart trú/trúleysi

9%

91%

 

... gagnvart konum

9%

92%

 

... gagnvart ungu fólki

7%

93%

 

... gagnvart eldra fólki

7%

93%

 

... gagnvart kynhneigð fólks

6%

94%

 

... gagnvart körlum

5%

95%

 

... gagnvart fötluðum

4%

96%

 

Fordómar á vinnustað

Í launakönnun VR 2016 voru nokkrar spurningar um fjölbreytni og fordóma á vinnustað lagðar fyrir svarendur en VR hefur undanfarið staðið fyrir auglýsingaherferð fyrir aukinni fjölbreytni á vinnumarkaði. Í spurningum um fordóma er átt við hvort einhver hafi sýnt með viðhorfi sínu eða viðmóti að hann eða hún hafi mótað sér neikvæða skoðun á annarri manneskju eða manneskjum, t.d. vegna útlits, kyns, aldurs, fötlunar, uppruna, kynhneigðar eða trúar- eða lífsskoðana viðkomandi. Annars vegar var spurt um eigin upplifun svarenda á vinnustað og hins vegar hvort þeir hefðu orðið varir við fordóma.

Smelltu hér til að sjá spurningar og svör um fordóma og fjölbreytni í launakönnun VR 2016.

Misjafnt eftir kyni, starfsstétt og atvinnugrein

Þegar svörin eru skoðuð nánar má sjá að munur er milli hópa. Karlar fremur en konur hafa orðið varir við fordóma gagnvart erlendu fólki í vinnunni og er sá munur marktækur, 16% á móti 13%. Einnig er munur milli starfsstétta og atvinnugreina á því hvort fólk hafi orðið vart við fordóma gagnvart erlendu fólki. Til dæmis má sjá að fleiri starfsmenn í verslun og þjónustu, í fyrirtækjum í samgöngum sem og iðnaði hafa orðið varir við fordóma í garð erlends fólks en í öðrum atvinnugreinum.

Þá hafa 14% fólks yngra en 25 ára orðið vör við fordóma gagnvart ungu fólki sem er tvöfalt meira en þegar hópurinn í heild er skoðaður. Starfsfólk í verslun og þjónustu verður frekar vart við fordóma gagnvart ungu fólki en starfsfólk í öðrum atvinnugreinum.

Einn af hverjum fjórum hefur orðið fyrir fordómum

Um fjórðungur svarenda í könnuninni sagðist sjálfur hafa orðið fyrir fordómum í vinnunni einhvern tímann á ævinni. Þegar dregur nær í tíma lækkar þetta hlutfall. Um 7% töldu sig hafa orðið fyrir fordómum í vinnu síðustu tólf mánuðina áður en könnunin var gerð og 5% síðasta hálfa árið fyrir könnun.

Umtalsverður munur er eftir aldri svarenda, menntun, starfi og atvinnugrein. Þá er einnig mikill munur eftir kyni – 29% kvenna telja sig hafa orðið fyrir fordómum í vinnu einhvern tíma á ævinni en 20% karla. Þegar síðustu tólf mánuðir eru skoðaðir eru tölurnar 8% hjá konum og 6% hjá körlum. Munurinn er marktækur.

Aldur virðist vera stór áhrifaþáttur – um þriðjungur svarenda undir 35 ára telur sig hafa orðið fyrir fordómum í vinnu einhvern tímann á ævinni en 14% elsta hópsins. Á síðustu tólf mánuðum urðu 13% fólks yngra en 25 ára fyrir fordómum í vinnu en 3% þeirra sem eru 55 ára eða eldri. Ekki var spurt nánar um eigin upplifun svarenda.

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir fordómum í vinnunni, t.d. vegna útlits, kyns, aldurs, fötlunar, málfars, uppruna, kynhneigðar eða trúar/lífsskoðana ...

      ... á síðustu 12 mánuðum.

Yngri en 25 ára

13%

        

25 - 34 ára

11%

 

35 - 44 ára

7%

 

45 - 54 ára

5%

 

55 ára eða eldri

3%

 

Stjórnendastarf

6%

 

Sérfræðingur (hásk.nám)

7%

 

Sérhæft starfsfólk

6%

 

Skrifstofustarf

8%

 

Sölu- eða afgreiðslufólk

10%

 

Akstur, lager, framleiðsla

9%

 

... einhvern tímann á ævinni.

Yngri en 25 ára

33%

      

25 - 34 ára

32%

 

35 - 44 ára

28%

 

45 - 54 ára

22%

 

55 ára eða eldri

14%

 

Grunnskólapróf eða minna

17%

 

Grunnskólapróf og viðbótarnám

25%

 

Framhaldsskólapróf

21%

 

Framhaldsskóli og viðbótarnám

25%

 

Lokið BA / BS námi

28%

 

Lokið MA/MS/Ph.D námi

33%

 

Allar niðurstöður

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar. Þu getur einnig borið saman þín eigin laun við niðurstöður launakönnunarinnar og skoðað bækling með öllum launatöflum.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Frá janúar 2015 til apríl 2016 hækkuðu heildarlaun félagsmanna VR um 15,8% og grunnlaun um 14,3%, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2016. Þessi hækkun er í samræmi við þróun launa á vinnumarkaðnum, launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 14,5% janúar 2015 til apríl 2016 og launavísitala VR um 15,5%.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Kynbundinn launamunur innan VR er 10% og hefur ekki breyst marktækt á síðustu árum, þrátt fyrir harða baráttu. Ef við lítum lengra aftur í tímann hefur þó dregið saman með kynjunum - árið 2001 var kynbundinn launamunur innan VR 13,8% sem er marktækt hærri en sá munur sem við sjáum í dag.

Sjá nánar

Fordómar og fjölbreytni

Einn af hverjum fjórum félagsmönnum VR hefur orðið fyrir fordómum í vinnu einhvern tímann á ævinni, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2016. Ungt fólk telur sig frekar verða fyrir fordómum á vinnustaðnum en aðrir aldurshópar.

Sjá nánar

Lýðræði á vinnustað

Í launakönnun VR í ár var leitast við að mæla þátttöku starfsmanna í ákvarðanatökum um eigið starf og breytingar á sinni starfsstöð, þ.e. að kanna lýðræði á vinnustöðum. Mikill meirihluti tekur þátt í að móta eigið starf og er virkur þátttakandi í ákvarðanatöku á vinnustaðnum.

Sjá nánar

Samanburður VR-SFR-STRV

VR hefur undanfarin ár birt samanburð á niðurstöðum launakannanna hjá VR, SFR stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Reykjavíkur.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar