Launakönnun 2016

Er lýðræði á þínum vinnustað?

Félagsmenn VR taka virkan þátt í að móta starf sitt og hafa áhrif á ákvarðanatöku á eigin vinnustað. Þetta á sérstaklega við um starfsmenn smærri fyrirtækja sem telja frekar en starfsmenn stærri fyrirtækja að leitað sé þeirra álits og samráð haft við þá um breytingar. Starfsmönnum fyrirtækja þar sem starfa færri en 100 finnst marktækt auðveldara að koma fram með tillögur að umbótum eða breytingum á eigin vinnustað en starfsmönnum stærri fyrirtækja.

Stærðin hefur áhrif

Rétt rúmlega helmingur starfsmanna fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 100 eða fleiri (55%) segjast hafa áhrif á ákvarðanatöku innan vinnustaðarins. Í fyrirtækjum þar sem starfsmenn eru færri en 100 er þetta hlutfall 64%. Í smærri fyrirtækjum segjast einnig fleiri taka þátt í að móta eigið starf og að leitað sé álits þeirra á ákvörðunum sem snerta starf þeirra. Þá segja 65% svarenda smærri fyrirtækjanna að leitað sé samráðs við starfsfólk áður en gerðar eru breytingar á þeirra vinnustað en 55% starfsmanna stærri fyrirtækja eru sammála því.

Hlutfall þeirra sem eru sammála staðhæfingunni, eftir stærð fyrirtækis

 

Færri en 100
starfsmenn 

Fleiri en 100
starfsmenn

Ég hef áhrif á ákvarðanatöku innan vinnustaðarins

64%

55%

Ég er þátttakandi í að móta starfið í minni deild

81%

74%

Ég er beðin/n um álit á ákvörðunum sem snerta starf mitt

82%

78%

Hvað finnst þér ?

Tveir af hverjum þremur svarendum í könnuninni eða 66% segja að það sé létt að koma með tillögur að umbótum eða breytingum á vinnustaðnum en um 12% finnst það erfitt. Það virðist auðveldara fyrir starfsmenn minni fyrirtækja, 69% þeirra segja að þeim finnist létt að leggja fram tillögur til breytinga en í stærri fyrirtækjum er þetta hlutfall 60% í þeim stærri.

Svipaður munur er þegar spurt er hvort stjórnendur nýti hugmyndir starfsmanna til að bæta vinnustaðinn, í heild segja 62% að hugmyndir þeirra séu vel nýttar, í stærri fyrirtækjum er þetta hlutfall þó aðeins 55% en 66% í fyrirtækjum þar sem starfsmenn eru færri en 100. Allur munur eftir stærð fyrirtækjanna hvað þetta varðar er marktækur.

Munur eftir kynjum

Það er áhugavert að nokkur munur er eftir kynjum hér og er hann allajafna körlum í hag. Í heild segjast 60% svarenda hafa áhrif á ákvarðanatöku innan vinnustaðarins, umtalsvert fleiri karlar en konur.

Hlutfall þeirra sem eru sammála staðhæfingunni, eftir kyni

 

Allir

Karlar

Konur

Ég hef áhrif á ákvarðanatöku innan vinnustaðarins

60%

68%

54%

Ég er þátttakandi í að móta starfið í minni deild

78%

81%

76%

Ég er beðin/n um álit á ákvörðunum sem snerta starf mitt

80%

81%

79%

Er starfsmannafundur í þínu fyrirtæki?

Í flestum fyrirtækjum eru haldnir starfsmannafundir þar sem málefni vinnustaðarins eru rædd, sums staðar eru reglubundnir fundir. Hátt í níu af hverjum tíu svarendum í könnuninni sögðu að einn fundur hið minnsta hefði verið haldinn á undangengnum 12 mánuðum. Hjá þriðjungi voru fundirnir að minnsta kosti fimm talsins. Stærð hefur hér áhrif, mun líklegra er að haldnir séu fundir í stærri fyrirtækjum. Hjá fjórðungi minnstu fyrirtækjanna – þar sem starfsmenn eru færri en 20 – var enginn starfsmannafundur haldinn á árinu, að því er starfsmenn segja, en samsvarandi hlutfall í stærstu fyrirtækjunum var 10%.

Það er einnig umtalsverður munur eftir atvinnugreinum. Starfsmannafundir,fimm eða fleiri fundir voru haldnir á árinu í helmingi fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í sérhæfðri þjónustu en í verslun var þetta hlutfall aðeins 16%. Fjórðungur svarenda í þessari atvinnugrein sagði að enginn fundur hafi verið haldinn í fyrirtækinu

Allar niðurstöður

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar. Þu getur einnig borið saman þín eigin laun við niðurstöður launakönnunarinnar og skoðað bækling með öllum launatöflum.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Frá janúar 2015 til apríl 2016 hækkuðu heildarlaun félagsmanna VR um 15,8% og grunnlaun um 14,3%, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2016. Þessi hækkun er í samræmi við þróun launa á vinnumarkaðnum, launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 14,5% janúar 2015 til apríl 2016 og launavísitala VR um 15,5%.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Kynbundinn launamunur innan VR er 10% og hefur ekki breyst marktækt á síðustu árum, þrátt fyrir harða baráttu. Ef við lítum lengra aftur í tímann hefur þó dregið saman með kynjunum - árið 2001 var kynbundinn launamunur innan VR 13,8% sem er marktækt hærri en sá munur sem við sjáum í dag.

Sjá nánar

Fordómar og fjölbreytni

Einn af hverjum fjórum félagsmönnum VR hefur orðið fyrir fordómum í vinnu einhvern tímann á ævinni, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2016. Ungt fólk telur sig frekar verða fyrir fordómum á vinnustaðnum en aðrir aldurshópar.

Sjá nánar

Lýðræði á vinnustað

Í launakönnun VR í ár var leitast við að mæla þátttöku starfsmanna í ákvarðanatökum um eigið starf og breytingar á sinni starfsstöð, þ.e. að kanna lýðræði á vinnustöðum. Mikill meirihluti tekur þátt í að móta eigið starf og er virkur þátttakandi í ákvarðanatöku á vinnustaðnum.

Sjá nánar

Samanburður VR-SFR-STRV

VR hefur undanfarin ár birt samanburð á niðurstöðum launakannanna hjá VR, SFR stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Reykjavíkur.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar