Launakönnun 2016

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir  starfsstéttir, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar. Bækling með launatöflum má finna neðar á síðunni.

Laun í reiknivélinni byggja á launum starfsfólks í 70-100% starfshlutfall, laun fyrir 70-99% starfshlutfall eru uppreiknuð miðað við 100% starf. Launatölur eru meðallaun. Meðaltal er ekki birt nema að baki því standi sex eða fleiri svarendur. Auk meðaltals er birt miðgildi launa, 25% mörk og 75% mörk.

Starfsheiti og atvinnugrein

  • Starf:

  • Atvinnugrein:Laun samkvæmt nýjustu launakönnun VR

  • Meðalgrunnlaun 25% mörk Miðgildi 75% mörk

Laun samkvæmt nýjustu launakönnun VR

  • Meðalheildarlaun 25% mörk Miðgildi 75% mörk
2016

Starfsheiti eingöngu

  • Starf:Laun samkvæmt nýjustu launakönnun VR

  • Meðalgrunnlaun 25% mörk Miðgildi 75% mörk

Laun samkvæmt nýjustu launakönnun VR

  • Meðalheildarlaun 25% mörk Miðgildi 75% mörk
2016
forsida_launakonnun_2016.JPG
15.09.2016

Launakönnun VR 2016 - bæklingur

Hér eru allar launatöflur birtar; tafla eftir starfsheitum eingöngu, töflur yfir laun eftir starfsheitum og atvinnugreinum og töflur yfir samanburð milli janúar 2015 og apríl 2016.

Sækja í PDF

Aðrar launatöflur 2016

VR gerði tvær launakannanir 2016 (sjá nánar um framkvæmdina) Tölur í reiknivél og í bæklingi hér að ofan byggja á niðurstöðum beggja kannanna og eru allar launatölur uppreiknaðar miðað við þær niðurstöður. Launatölur sýna því stöðuna í apríl árið 2016.

Hér að' neðan eru hins vegar birtar launatöflur beggja launakannanna. 

Allar niðurstöður

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar. Þu getur einnig borið saman þín eigin laun við niðurstöður launakönnunarinnar og skoðað bækling með öllum launatöflum.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Frá janúar 2015 til apríl 2016 hækkuðu heildarlaun félagsmanna VR um 15,8% og grunnlaun um 14,3%, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2016. Þessi hækkun er í samræmi við þróun launa á vinnumarkaðnum, launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 14,5% janúar 2015 til apríl 2016 og launavísitala VR um 15,5%.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Kynbundinn launamunur innan VR er 10% og hefur ekki breyst marktækt á síðustu árum, þrátt fyrir harða baráttu. Ef við lítum lengra aftur í tímann hefur þó dregið saman með kynjunum - árið 2001 var kynbundinn launamunur innan VR 13,8% sem er marktækt hærri en sá munur sem við sjáum í dag.

Sjá nánar

Fordómar og fjölbreytni

Einn af hverjum fjórum félagsmönnum VR hefur orðið fyrir fordómum í vinnu einhvern tímann á ævinni, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2016. Ungt fólk telur sig frekar verða fyrir fordómum á vinnustaðnum en aðrir aldurshópar.

Sjá nánar

Lýðræði á vinnustað

Í launakönnun VR í ár var leitast við að mæla þátttöku starfsmanna í ákvarðanatökum um eigið starf og breytingar á sinni starfsstöð, þ.e. að kanna lýðræði á vinnustöðum. Mikill meirihluti tekur þátt í að móta eigið starf og er virkur þátttakandi í ákvarðanatöku á vinnustaðnum.

Sjá nánar

Samanburður VR-SFR-STRV

VR hefur undanfarin ár birt samanburð á niðurstöðum launakannanna hjá VR, SFR stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Reykjavíkur.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar