Launakönnun 2017

Launin hækka og vinnutíminn styttist

Laun félagsmanna VR hækkuðu um 5,5% milli janúar 2016 og janúar 2017
samkvæmt niðurstöðum árlegrar launakönnunar félagsins.


Launamunur kynjanna breytist ekki marktækt á milli ára og mælist kynbundinn munur nú 11,3%. Lítið hefur breyst hvað launamuninn varðar frá árinu 2001. Vinnutíminn styttist hins vegar um hálfa klukkustund milli ára og starfsaldur VR félaga lækkar um hálft ár. Niðurstöðurnar voru birtar í byrjun maí.

forsida_launakonnun_2017.JPG
09.05.2017

Launakönnun VR 2017 - bæklingur

Hér eru allar launatöflur birtar; tafla eftir starfsheitum eingöngu, töflur yfir laun eftir starfsheitum og atvinnugreinum og töflur yfir samanburð milli janúar 2016 og janúar 2017.

Sækja í PDF

Hver er hækkunin ?

Heildarlaun hækkuðu úr kr. 597 þúsund á mánuði að meðaltali árið 2016 í kr. 630 þúsund að meðaltali árið 2017 samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR, eða um 5,5%. Grunnlaun voru kr. 557 þúsund árið 2016 en voru kr. 588 árið 2017 og hækkuðu því einnig um 5,5%. Laun á klukkustund hækkuðu meira, eða um 6,9%, bæði grunn- og heildarlaun. Launavísitala VR hækkaði um 6% á sama tímabili en launavísitala Hagstofunnar um 8,7%. Á samanburðartímanum námu kjarasamningsbundnar hækkanir 6,2%. Sjá nánari umfjöllun.

Hverjir hækkuðu mest?

Sérhæft starfsfólk og tæknar hækka mest þegar litið er bæði til grunn- og heildarlauna á tímabilinu frá janúar 2016 til janúar 2017 eða um 7,3% í grunnlaunum og 7,1% í heildarlaunum. Hér er um að ræða yfirflokka starfsheita. Ef litið er til atvinnugreina sést að mesta hækkun launa er hjá fyrirtækjum í iðnaði en þar hækkuðu grunnlaun um 7,5% og heildarlaun um 8,6%. Sjá nánari umfjöllun.

Launamunur kynjanna haggast ekki

Kynbundinn launamunur innan VR er 11,3% og hefur ekki breyst marktækt á síðustu árum, þrátt fyrir harða baráttu. Breyting yfir lengra tímabil er hins vegar marktæk, en leita þarf til aldamótaársins 2000 til að sjá marktæka breytingu. Sjá nánari umfjöllun.

Vinnutíminn styttist og starfsaldurinn lækkar

Vinnuvika félagsmanna styttist um hálfa klukkustund á milli áranna 2016 og 2017 og er þessi breyting marktæk. Vinnutíminn styttist síðast svo einhverju nemi á milli áranna 2008 og 2009 en þá styttist vikan um 1,3 klst. Starfsaldur félagsmanna lækkar einnig marktækt á milli ára, hann var 9,5 ár í fyrra en er núna 9 ár. Hér er miðað við starfsaldur í sama eða sambærilegu starfi. Sjá nánari umfjöllun

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir samkvæmt launakönnun VR 2017, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar. Þu getur einnig borið saman þín eigin laun við niðurstöður launakönnunarinnar. Þá er hér einnig bæklingur með öllum launatöflum og samanburði milli ára og góð ráð fyrir launaviðtalið.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Frá janúar 2016 til janúar 2017 hækkuðu grunn- og heildarlaun félagsmanna VR um 5,5% samkvæmt niðurstöðum launakönnunar. Laun á klukkustund hækkuðu meira eða um 6,9%. Launavísitala VR hækkaði um 6% á sama tímabili en launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,7%. Á tímabilinu var 6,2% kjarasamningsbundin hækkun frá og með 1. janúar 2016.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Kynbundinn launamunur innan VR er 11,3% og hefur ekki breyst marktækt á síðustu árum, þrátt fyrir harða baráttu. Ef við lítum lengra aftur í tímann hefur þó dregið saman með kynjunum - árið 2000 var kynbundinn launamunur innan VR 15,3% sem er marktækt hærri en sá munur sem við sjáum í dag.

Sjá nánar

Fræðslumál

Mikill meirihluti svarenda í launakönnun sem fékk spurningar um fræðslumál eða níu af hverjum tíu nýta reynslu sína og hæfni vel í starfi og nær sjö af hverjum tíu nýta menntun sína vel. Félagsmenn fylgjast líka almennt vel með nýjungum og breytingum sem varða starf þeirra.

Sjá nánar

Hreyfing á vinnumarkaði

Nær þriðjungur þeirra sem svöruðu spurningum um stöðu sína á vinnumarkaði í launakönnun VR 2017 skipti um aðalstarf á síðustu tveimur árum. Ein helsta ástæðan var að viðkomandi vildi takast á við ný verkefni. Launin og óánægja í starfi voru einnig ofarlega á blaði.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa þeirra og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og ef svo er, hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar

Happdrættið

Búið er að draga í happdrættinu í tengslum við könnunina á Fyrirtæki ársins og launum 2017. Í vinning voru tvö gjafabréf með Icelandair og fimm miðar fyrir tvo á Airwaves hátíðina í haust. Búið er að hafa samband við vinningshafana.Vinningsnúmerin eru: 104255, 106681, 111841, 113258, 134403, 138886 og 139432.

Sjá nánar