Launakönnun 2017

Menntun og reynsla nýtast vel

Mikill meirihluti svarenda sem fékk spurningar um fræðslumál eða níu af hverjum tíu nýta reynslu sína og hæfni vel í starfi og nær sjö af hverjum tíu nýta menntun sína vel. Félagsmenn fylgjast líka almennt vel með nýjungum og breytingum sem varða starf þeirra.

Aukin fræðsla - verðmætari starfsmaður

Alls sögðust 91% nýta reynslu sína og hæfni vel í starfi í launakönnun VR og 67% nýta menntun sína vel. Átta af hverjum tíu fylgjast almennt vel með nýjungum og breytingum sem varða starf þeirra tveir þriðju segjast sinna almennri fræðslu sinni í starfi og starfsþróun vel. Hvað tækifærin varðar sögðust 65% hafa tækifæri í vinnunni til að sækja sér fræðslu en 53% segja vinnuveitanda hvetja sig til þess. Hér er mikill munur eftir menntum, atvinnugrein og starfi. Hærra launaðir og meira menntaðir sækja sér frekar aukna fræðslu og eru hvattir til þess . Verslun og þjónusta sker sig úr hvað atvinnugreinar varðar, þar eru bæði tækifæri og hvatning minnst.

Um 63% svarenda sóttu sér einhvers konar fræðslu á árinu 2016, flestur sóttu fyrirlestur eða námskeið. Um helmingur þeirra gerði það að stærstum hluta að eigin frumkvæði. Nær 70% segja hins vegar að fræðslan hafi verið greidd af atvinnurekanda. Spurt var hvernig fræðslan hafi skilað sér og er niðurstaðan sem hér segir:

  • Gerði viðkomandi að verðmætari starfsmanni: 71%
  • Skilaði sér í auknum tækifærum viðkomandi á vinnumarkaði: 53%
  • Gerði vinnuna áhugaverðari fyrir viðkomandi: 67%
  • Skilaði sér í launahækkun: Í miklum mæli 13%, í litlum mæli 41%
  • Skilaði sér í auknu sjálfstrausti viðkomandi: 67%

Um 43% svarenda segjast hafa mikla þörf fyrir viðbótarmenntun, námskeið eða fræðslu í tengslum við starf sitt.

Allar niðurstöður

Reiknaðu launin

Hér getur þú séð hver launin eru fyrir einstaka starfsstéttir samkvæmt launakönnun VR 2017, ýmist innan atvinnugreina eða án tillits til atvinnugreinarinnar. Þu getur einnig borið saman þín eigin laun við niðurstöður launakönnunarinnar. Þá er hér einnig bæklingur með öllum launatöflum og samanburði milli ára og góð ráð fyrir launaviðtalið.

Sjá nánar

Helstu niðurstöður

Frá janúar 2016 til janúar 2017 hækkuðu grunn- og heildarlaun félagsmanna VR um 5,5% samkvæmt niðurstöðum launakönnunar. Laun á klukkustund hækkuðu meira eða um 6,9%. Launavísitala VR hækkaði um 6% á sama tímabili en launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,7%. Á tímabilinu var 6,2% kjarasamningsbundin hækkun frá og með 1. janúar 2016.

Sjá nánar

Launamunur kynjanna

Kynbundinn launamunur innan VR er 11,3% og hefur ekki breyst marktækt á síðustu árum, þrátt fyrir harða baráttu. Ef við lítum lengra aftur í tímann hefur þó dregið saman með kynjunum - árið 2000 var kynbundinn launamunur innan VR 15,3% sem er marktækt hærri en sá munur sem við sjáum í dag.

Sjá nánar

Fræðslumál

Mikill meirihluti svarenda í launakönnun sem fékk spurningar um fræðslumál eða níu af hverjum tíu nýta reynslu sína og hæfni vel í starfi og nær sjö af hverjum tíu nýta menntun sína vel. Félagsmenn fylgjast líka almennt vel með nýjungum og breytingum sem varða starf þeirra.

Sjá nánar

Hreyfing á vinnumarkaði

Nær þriðjungur þeirra sem svöruðu spurningum um stöðu sína á vinnumarkaði í launakönnun VR 2017 skipti um aðalstarf á síðustu tveimur árum. Ein helsta ástæðan var að viðkomandi vildi takast á við ný verkefni. Launin og óánægja í starfi voru einnig ofarlega á blaði.

Sjá nánar

Framkvæmdin

Markmið launakönnunar VR er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna og samsetningu launa þeirra og í öðru lagi að meta hvort kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og ef svo er, hversu mikill hann er. Launakönnunin er mikilvægt tæki fyrir félagsmenn VR í kjarabaráttunni.

Sjá nánar

Happdrættið

Búið er að draga í happdrættinu í tengslum við könnunina á Fyrirtæki ársins og launum 2017. Í vinning voru tvö gjafabréf með Icelandair og fimm miðar fyrir tvo á Airwaves hátíðina í haust. Búið er að hafa samband við vinningshafana.Vinningsnúmerin eru: 104255, 106681, 111841, 113258, 134403, 138886 og 139432.

Sjá nánar