Starfsmaður í verslun

Ungt fólk á vinnumarkaði

Ef þú ert félagsmaður í VR tryggir félagið þér lágmarksréttindi á vinnumarkaði með gerð kjarasamninga.

Það sem stendur í kjarasamningi er þinn réttur að lágmarki - svo getur þú samið við atvinnurekandann um hærri laun og víðtækari réttindi.

Hér fyrir neðan eru tólf algengar spurningar og svör sem gætu svarað þinni spurningu. 

Tólf algengar spurningar um vinnumarkaðinn

Hver er vinnutíminn?

Hvenær fæ ég greitt?

Hvað er greitt fyrir stórhátíðarvinnu?

Hvað ef ég veikist?

Á ég uppsagnarfrest?

Á ég rétt á orlofi?

Munnlegt eða skriflegt?

Hvenær er matartími?

Er hægt að láta mig vinna stanslaust?

Hvað er greitt fyrir yfirvinnu?

Hvað er greitt fyrir eftirvinnu?

Hvað á ég að fá greitt fyrir vinnuna?

Til upplýsinga

 • Foreldrar ættu að fara yfir launaseðla með börnum sínum og kanna hvort allt sé með felldu.
 • Börn greiða 6% skatt, sem talinn er fram á skattskýrslu foreldra, þar til almanaksárið er þau verða 16 ára hefst.
 • Börn fá skattkort í byrjun árs þess sem þau verða 16 ára.
 • Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16. ára afmælisdaginn.
 • Foreldrar hafa eftirlitsskyldu með börnum sínum þegar þau fara á vinnumarkað. Börn til 18 ára aldurs hafa ekki heimild til að skrifa undir ráðningarsamning nema með samþykki foreldra. 

Ert þú að leita að þessum upplýsingum?

Skólakynningar

VR hefur staðið fyrir kynningum á réttindum og skyldum fyrir nemendur grunn- og framhaldsskóla undanfarin 20 ár.

Mikilvægt er að ungt fólk sé meðvitað um hvaða hlutverki stéttarfélögin gegna og þá þjónustu sem félögin veita.

Á kynningunni er m.a. farið yfir:

 • kjarasamninga,
 • launataxta,
 • launaseðla,
 • lágmarkslaun,
 • veikindarétt,
 • og samfélagsmiðla.

Forsvarsmenn skóla geta bókað kynningu með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700 eða sent tölvupóst á eva@vr.is

VR-Skóli lífsins

Allt sem þú þarft að vita um vinnumarkaðinn en hefur aldrei nennt að spyrja um í einu netnámskeiði!

 • Hvar áttu að byrja atvinnuleitina?
 • Það sem þú þarft að hafa á hreinu í starfsviðtalinu
 • Allt um veikindadaga og uppsagnarfrest
 • Hvenær ertu að vinna og hvað áttu að fá borgað?
 • Af hverju fá konur lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu? 
Allt um VR-Skóla lífsins

Klukk - tímaskráningarapp

Klukk er einfalt tímaskráningarapp sem hjálpar þér að halda utan um vinnutímana og er frítt. Með appinu hefur þú yfirsýn yfir unnar vinnustundir og getur borið saman við launaseðilinn þinn. Appið getur einnig minnt þig á að klukka þig inn og út, ef þú virkjar staðsetningarbúnaðinn. 

Náðu þér í Klukk í AppStore eða á GooglePlay.

Nánari upplýsingar um Klukk

Vantar þig nánari upplýsingar?

Vefsíða ASÍ Vefsíða Vinnueftirlitsins