Orlofsréttur

Ávinnslutími orlofs er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert og er sumarleyfistíminn 2. maí til 15. september.

Samkomulag við atvinnurekanda ræður því hvenær orlof er tekið og á að verða við óskum starfsfólks, að svo miklu leyti sem unnt er vegna starfseminnar. Atvinnurekandi á að tilkynna eins fljótt og hægt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs hvenær orlof skuli hefjast. Því er góð regla að starfsfólk óski tímanlega eftir því hvenær það vilji fara í orlof.

Starfsfólk á rétt á 20 daga samfelldu orlofi á sumarleyfistíma sem er frá 2. maí til 15. september. Ef atvinnurekandi óskar eftir því að starfskraftur taki hluta orlofsins utan tímabilsins 2. maí til 15. september þá á að koma 25% lenging á þann hluta orlofsins sem tekin er utan fyrrnefnds tíma eða greiðsla sem nemur 25% á orlofslaunin. Aftur á móti ef starfsmaður óskar sjálfur eftir að taka orlof utan sumarleyfistímbilsins þá kemur ekki lenging á orlofið.

Þegar starfsfólk hættir störfum skal gera upp allt áunnið og ótekið orlof við starfslok.

Starfsfólk þarf að fylgjast með orlofsrétti sínum, gera strax athugasemdir ef einhver mistök koma upp, t.d. ef orlofsprósentan er ekki rétt.

Orlofsréttur

Neðangreindur uppsafnaður orlofsréttur gildir til 1. maí 2024.

Frá og með 1. maí 2024 breytist orlofsréttur sem hér segir, gildir þessi réttur fyrir það orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025.

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar (tveir orlofsdagar ávinnast fyrir hvern unninn mánuð á orlofsárinu). Orlofslaun eru 10,17% af heildarlaunum.

  • Eftir 6 mánuði í sama fyrirtæki og náð hefur 22 ára aldri eða í 6 mánuði í sama fyrirtæki eftir framhaldsskólapróf skal eiga rétt á orlofi í 25 daga og skulu orlofslaun vera 10,64%
  • Eftir 5 ár í sömu starfsgrein skal starfskraftur hafa 25 daga orlof og skulu orlofslaun vera 10,64%.
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 26 dagar, skulu orlofslaun þá vera 11,11%
  • Eftir 5 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein skal starfskraftur hafa 27 daga orlof og skulu orlofslaun vera 11,59%.
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 28 dagar, skulu orlofslaun þá vera 12,07%
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 29 dagar, skulu orlofslaun þá vera 12,55%
  • Eftir 7 ár í sama fyrirtæki skal starfskraftur hafa 30 daga orlof og skulu orlofslaun vera 13,04%.

Aðilar geta samið sín á milli um fleiri orlofsdaga og hækka þá orlofslaunin með tilliti til þess.

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir tveggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi hann verið sannreyndur. Heimilt er að veita orlof umfram 20 daga að vetri nema um annað hafi samist.

2024

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar (tveir orlofsdagar ávinnast fyrir hvern unninn mánuð á orlofsárinu). Orlofslaun eru 10,17% af heildarlaunum.

  • Eftir 5 ár í sömu starfsgrein skal starfskraftur hafa 25 daga orlof og skulu orlofslaun vera 10,64%.
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 26 dagar, skulu orlofslaun þá vera 11,11%
  • Eftir 5 ár í sama fyrirtæki skal starfskraftur hafa 27 daga orlof og skulu orlofslaun vera 11,59%.
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 28 dagar, skulu orlofslaun þá vera 12,07%
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 29 dagar, skulu orlofslaun þá vera 12,55%
  • Eftir 10 ár í sama fyrirtæki skal starfskraftur hafa 30 daga orlof og skulu orlofslaun vera 13,04%.

Aðilar geta samið sín á milli um fleiri orlofsdaga og hækka þá orlofslaunin með tilliti til þess.

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi hann verið sannreyndur. Heimilt er að veita orlof umfram 20 daga að vetri nema um annað hafi samist.

2025

Frá og með 1. maí 2025 breytist orlofsréttur sem hér segir, gildir þessi réttur fyrir það orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026.

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar (tveir orlofsdagar ávinnast fyrir hvern unninn mánuð á orlofsárinu). Orlofslaun eru 10,17% af heildarlaunum.

  • Eftir 6 mánuði í sama fyrirtæki og náð hefur 22 ára aldri eða í 6 mánuði í sama fyrirtæki eftir framhaldsskólapróf skal eiga rétt á orlofi í 25 daga og skulu orlofslaun vera 10,64%
  • Eftir 5 ár í sömu starfsgrein skal starfskraftur hafa 26 daga orlof og skulu orlofslaun vera 11,11%.
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 27 dagar, skulu orlofslaun þá vera 11,59%.
  • Eftir 4 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein skal starfskraftur hafa 28 daga orlof og skulu orlofslaun vera 12,07%.
  • Aðilar geta samið um að orlof sé á hverju orlofsári 29 dagar, skulu orlofslaun þá vera 12,55%
  • Eftir 6 ár í sama fyrirtæki skal starfskraftur hafa 30 daga orlof og skulu orlofslaun vera 13,04%.

Aðilar geta samið sín á milli um fleiri orlofsdaga og hækka þá orlofslaunin með tilliti til þess.

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir tveggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi hann verið sannreyndur. Heimilt er að veita orlof umfram 20 daga að vetri nema um annað hafi samist.

Frí í stað desember- og orlofsuppbóta

Heimilt er með samkomulagi milli starfskrafts og atvinnurekanda að fella niður eða lækka orlofs- og/eða desemberuppbót og veita samsvarandi frí í staðinn. Það frí skal veita í heilum eða hálfum dögum.