Starfsmenn á skrifstofu

Styrkir & sjóðir

Félagsmenn VR geta sótt um styrki úr þremur sjóðum. Í Sjúkrasjóð VR geta félagsmenn sótt um sjúkradagpeninga, slysabætur, dánarbætur og aðra styrki. Í VR varasjóð geta félagsmenn sótt um t.d. styrk vegna líkamsræktar, endurhæfingar og gleraugnakaupa. Í starfsmenntasjóði geta félagsmenn VR sótt um styrki vegna starfsnáms, tómstundanáms og ferðakostnaðar samkvæmt reglum sjóðanna. 

Almennar umsóknir í sjóðina eru rafrænar og sótt er um á Mínum síðum.

Allar upplýsingar um orlofssjóð og orlofshús VR eru á orlofsvefnum.

Sjúkrasjóður VR

Í Sjúkrasjóð VR geta félagsmenn sótt um sjúkradagpeninga, slysabætur, dánarbætur og aðra styrki.

Nánar um Sjúkrasjóð VR

VR varasjóður

Í VR varasjóð getur þú sótt um styrk vegna líkamsræktar, endurhæfingar, sjúkraþjálfunar og gleraugna svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar um VR varasjóð

Starfsmenntastyrkir

Félagsmenn VR geta sótt um styrki vegna starfsnáms, tómstundanáms og ferðakostnaðar samkvæmt reglum sjóðanna.

Nánar um starfsmenntastyrki