VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Hjá VR eru 9 ráðgjafar VIRK sem vinna náið með Sjúkrasjóði VR. Ráðgjafarnir eru staðsettir á skrifstofu VR í Reykjavík. Ert þú með fyrirspurn? Sendu okkur tölvupóst á hildurg@vr.is

Meginskilyrði fyrir aðstoð hjá VIRK eru:

  1. Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.

  2. Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu VIRK.