Styrkir vegna starfstengdra námskeiða og náms

Undir starfstengda styrki falla:

 • Starfstengd námskeið
 • Starfstengd netnámskeið
 • Almennt nám til eininga
 • Tungumálanámskeið
 • Sjálfstyrkingarnámskeið (sem er ekki hluti af meðferðarúrræði)
 • Ráðstefnur sem tengjast starfi umsækjanda
 • Stjórnendaþjálfun/starfstengd markþjálfun

Sjá nánar hér.

Úthlutunarreglur

Veittur er styrkur fyrir 75% af námi / starfstengdu námskeiðsgjaldi/ ráðstefnugjaldi að hámarki 90 þúsund á ári.

Ef ekkert hefur verið sótt um í starfsmenntasjóðinn í þrjú ár í röð er hægt að sækja um styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldi að hámarki 270.000 kr. fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi. Greiðslur til sjóðsins þurfa að hafa borist að lágmarki í 30 mánuði af síðustu 36 mánuðum fyrir dagsetningu umsóknar.

 

Með umsókn skal fylgja

 • Reikningur sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn fræðsluaðila
 • Staðfesting á greiðslu, t.d. skjámynd úr heimabanka eða greiðslukvittun.
 • Nám/námskeiði/ráðstefnu sem sótt er erlendis þarf einnig að fylgja lýsing á námi og tengill á heimasíðu fræðsluaðila ásamt útskýringu á því hvernig fræðslan tengist starfi umsækjanda.
 • Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaður greiði námskeiðsgjöld/ráðstefnugjöld.
  Þegar nemendafélagsgjöld framhaldsskóla eru greidd ásamt skólagjaldi þá þarf sundurliðun á kostnaði að fylgja með umsókn í sjóðinn. Nemendafélagsgjöld eru ekki styrkhæf og því dregin frá heildarupphæð. 
 • Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
 • Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings. 

Hvernig sæki ég um?

Á Mínum síðum getur þú skoðað stöðu þinna sjóða og sent inn rafræna umsókn.

Innskráning á Mínar síður

Hver er munurinn á SVS og SV?

VR er aðili að tveimur starfsmenntasjóðum. Athugaðu á Mínum síðum hvorum sjóðnum þú tilheyrir með því að sjá hvort þú fáir greitt samkvæmt kjarasamningi SA eða FA.
Þeir sem fá greitt samkvæmt kjarasamningi SA sækja um í SVS og þeir sem fá greitt samkvæmt FA sækja um í SV.
Mikill meirihluti félagsmanna VR á réttindi í SVS.

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS) Starfsmenntasjóður verslunarinnar (SV)