VR varasjóður

VR varasjóður sameinar í einn sjóð réttindi sem áður voru í mismunandi sjóðum og gefur félagsfólki möguleikann á því að nýta sjóðinn af meiri sveigjanleika en áður hefur verið.
Í sjóðinn renna fjármunir úr Sjúkrasjóði VR og orlofssjóði sem áður voru nýttir til styrkja af ýmsu tagi.

Allt félagsfólk sem greiðir félagsgjald til VR safna réttindum í sjóðinn. Lagt er inn í hann árlega eftir aðalfund og uppfærist inneign í kjölfarið. Aðalfundur félagsins er haldinn á vorin. Ef VR félagi hættir í félaginu getur hann áfram nýtt réttindainneign sína í sjóðnum í tiltekinn tíma. Tveimur árum eftir að síðustu iðgjöld bárust byrjar inneign að skerðast, sjá nánar 4. gr. í reglum um sjóðinn.