Atburðadagatalið

VR félagsmenn á hádegisfyrirlestri
23
nóv
08:30 - 09:30
Rakel Heiðmarsdóttir

Fyrirlestur 23.11.2017 kl. 08:30 - 09:30

Í blíðu og stríðu, með okkur sjálfum - morgunfyrir...

Við erum alltaf að senda okkur sjálfum skilaboð með hegðun okkar, viðbrögðum og ekki síst innra tali við okkur sjálf. Hver eru þessi skilaboð? Erum við að stappa í okkur stálinu eða rífa okkur niður? Erum við að segja okkur að við getum eitthvað sem er erfitt eða segjum við okkur að við séum vonlaus og getum það ekki? Skipta þessi skilaboð máli? Praktísk umræða og vísun í kenningar og rannsóknir í sálfræði.

Aðeins um bakgrunn Rakelar: Ég útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002 og fékkst við ráðgjöf og markþjálfun í framhaldinu. Ég hef verið með námskeið í Stjórnendaskóla HR, Endurmenntun HÍ og í fyrirtækjum og hjá Reykjavíkurborg þar sem ég starfaði sem mannauðsráðgjafi í um 2 ár (2003-2005). Ég hef síðan unnið samtals í um 11 ár sem mannauðsstjóri í þremur stórum fyrirtækjum (Norðuráli, Jarðborunum og Bláa Lóninu). Ég nýlega búin að stofna einkahlutafélag og er að hella mér aftur í markþjálfun, ráðgjöf og fræðslu.

Fyrirlesari: Rakel Heiðmarsdóttir

 

Nánar
Opnað fyrir bókanir orlofshúsa
09
jan
19:00

Tilkynningar 09.01.2018 kl. 19:00

Opnað fyrir bókanir orlofshúsa

Þriðjudaginn 9. janúar 2018, kl. 19:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa 1. júní - 31. ágúst hjá þeim sem hafa ekki fengið úthlutað orlofshúsi sl. þrjú sumur. Miðvikudaginn 10. janúar 2018, kl. 14:00 geta þeir bókað sem leigðu orlofshús að sumarlagi 2015, 2016 eða 2017.

Hægt verður að bóka á netinu, í gegnum síma eða á skrifstofum VR. Við bendum sérstaklega á kvöldopnun á skrifstofum VR þann 9. janúar frá kl. 19:00 til 20:30. Þjónustuver VR verður einnig opið á þessum tíma.

Á orlofsvef VR er að finna allar upplýsingar um orlofshús VR og tímabil. Til að bóka og greiða fyrir orlofshús eða aðra orlofsþjónustu VR þarf að skrá sig inn á Mínar síður. Hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Nánar
Opnað fyrir bókanir orlofshúsa
16
jan
10:00

Tilkynningar 16.01.2018 kl. 10:00

Opnað fyrir bókanir orlofshúsa

Þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 10:00 verður hægt að bóka orlofshús fyrir tímabilið 1. september 2018 til 30. maí 2019. 

Á orlofsvef VR er að finna allar upplýsingar um orlofshús VR og tímabil. Til að bóka og greiða fyrir orlofshús eða aðra orlofsþjónustu VR þarf að skrá sig inn á Mínar síður. Hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Nánar
Betri svefn – grunnstoð heilsu
18
jan
12:00 - 13:00
Erla Björnsdóttir , sálfræðingur

Hádegisfyrirlestur 18.01.2018 kl. 12:00 - 13:00

Betri svefn – grunnstoð heilsu

Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í svefnrannsóknum mun halda erindi um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu, fara yfir helstu vandamálin tengd svefni og gefa góð ráð fyrir betri nætursvefn.

Nánar
Er kulnun í starfi alvara eða ímyndun?
08
feb
12:00 - 13:00
Ásta Snorradóttir , Lektor í starfsendurhæfingu

Hádegisfyrirlestur 08.02.2018 kl. 12:00 - 13:00

Er kulnun í starfi alvara eða ímyndun?

Vinnan er okkur mikilvæg, ekki einungis til tekjuöflunar heldur líka vegna þess að vinnan getur uppfyllt ýmsar persónulegar og félagslegar þarfir okkar. Það er þó háð því að vinnuumhverfið sé gott og starfsfólki líði að öllu jöfnu vel í vinnunni. En hvað fer úrskeiðis þegar okkur fer að líða illa í vinnunni? Er raunverulega til í dæminu að starfið verði svo hlaðið streituvöldum að starfsfólk hreinlega brenni út?

Í fyrirlestrinum verður fjallað um kulnun í starfi, hvað einkennir það ástand, hvernig er hægt að vinna sig út úr slíku ástandi og ekki síst - hvernig má forðast það að brenna út í starfi.

Nánar
Fræðslufundur um skattskil einstaklinga
08
mar
12:00 - 13:00
Guðrún Björg Bragadóttir , Sérfræðingur frá KPMG

Hádegisfyrirlestur 08.03.2018 kl. 12:00 - 13:00

Fræðslufundur um skattskil einstaklinga

Á fræðslufundinum verður farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við gerð skattframtals einstaklinga. Fjallað verður um nýjungar í framtalinu, helstu frádráttarliði og fleira sem getur komið sér vel.

Í framhaldinu verður félagsmönnum VR boðið uppá að nýta sér einstaklingsaðstoð sérfræðinga KPMG við skattframtalið.

Aðstoðin mun vera í boði dagana 8.-9.mars á milli 13:00 og 16:00. Hver tími verður 15 mínútur. Skráningin á einstaklingsaðstoðina verður auglýst síðar.

Nánar
Mynd var aðalfundi VR
19
mar
19:30

Fundir 19.03.2018 kl. 19:30

Aðalfundur VR 2018

Aðalfundur VR verður haldinn mánudaginn 19. mars 2018. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Nánari upplýsingar um fundinn verða auglýstar síðar.

 

Nánar
Jákvæð samskipti á vinnustöðum
22
mar
12:00 - 13:00
Pálmar Ragnarsson , Fyrirlesari og körfuboltaþjálfari með bs. gráðu í sálfræði

Hádegisfyrirlestur 22.03.2018 kl. 12:00 - 13:00

Jákvæð samskipti á vinnustöðum

Í fyrirlestrinum mun Pálmar fjalla um jákvæð samskipti á vinnustöðum og það hvernig við getum haft góð áhrif á hvort annað. Farið er á skemmtilegan hátt yfir atriði eins og hrós og hvatningu, mikilvægi þess að allir upplifi sem þeir skipti máli á vinnustað, hvernig hægt er að taka á móti samstarfsfélögum og nýju starfsfólki.

Smelltu hér til að skoða Facebook síðu Pálmars.

Nánar

Flokkar

Hádegisfyrirlestrar

Skrá mig á póstlista VR