Atburðadagatalið

Ingvar Jónsson fyrirlesari
28
sep
12:00 - 13:00
Ingvar Jónsson , Markþjálfi og alþjóða markaðsfræðingur

Hádegisfyrirlestur 28.09.2017 kl. 12:00 - 13:00

Litróf hugans

Litróf hugans
- af hverju er algengasti skilningurinn misskilningur?

Við erum það sem við hugsum og enginn hugsar eins og því er enginn eins. Skemmtilegt og hárbeitt erindi sem lýsir því af hverju algengasti skilningur okkar á milli er misskilningur. Af hverju gult fólk á erfitt með að umbera græna, af hverju rauðir eru svona miklar dramadrottningar og bláir svona miklir sjálfvitar.

Um fyrirlesara:

Ingvar Jónsson er vottaður ACC markþjálfi og alþjóða markaðsfræðingur með MBA frá CBS í Kaupmannahöfn. Hann hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald síðustu 15 ár og við stjórnunarstörf síðan 1999, nú síðast sem framkvæmdastjóri NTV. Auk þess hefur hann NLP vottun og er starfandi stjórnendamarkþjálfi.

Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri og þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá að skapa svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni.

Nánar
Að nýta bestu ár ævinnar
03
okt
13:00 - 16:00
Ásgeir Jónsson

Námskeið 03.10.2017 kl. 13:00 - 16:00

Að nýta bestu ár ævinnar

VR býður félagsmönnum á aldrinum 63-72 ára, sem eru að huga að starfslokum eða eru nýlega hættir að vinna, á námskeið sem hefur það að markmiði að auðvelda þeim þessa breytingu á lífsháttum sem gjarnan verður með starfslokum.

Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi. Ekki um það hvernig á að deyja á sem hagkvæmastan og þægilegastan hátt. Lífið er til að lifa því og þess vegna snýst þetta námskeið um að lifa. Markmiðið er að þátttakendum verði ljós flest þau tækifæri sem bíða þeirra hvort sem er varðandi næringu, hugarfar eða það sem lýtur að peningum og fjárhagsstöðu fólks. Námskeiðinu er ætlað að vera grunnur þekkingar um þá möguleika og valkosti sem þessi tímamót bjóða upp á. Gildir þá einu hvort um er að ræða andlegu, líkamlegu eða fjárhagslegu hliðina. Námskeiðið er alls 9 tímar og er haldið í húsnæði VR á 0. hæð í  Húsi verslunarinnar. 

Námskeiðið er haldið dagana 3., 4 og 5. október, kl 13:00 - 16:00.

Umsjón með námskeiðinu hefur Ásgeir Jónsson

Nánar
VR félagsmenn á hádegisfyrirlestri
06
okt
09:00 - 12:00
Starfsmenn á kjaramálasviði

Trúnaðarmannanámskeið 06.10.2017 kl. 09:00 - 12:00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Námskeið fyrir trúnaðarmenn VR

VR leggur mikinn metnað í að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna og er þetta námskeið einn liður í því. Farið verður yfir helstu atriði kjarasamninga VR, s.s. veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til að ræða málin og fá svör við spurningum sínum. Námskeið sem trúnaðarmenn ættu ekki að láta framhjá sér fara. Léttur morgunverður í boði.

Nánar
VR félagsmenn á hádegisfyrirlestri
12
okt
09:00 - 12:00
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson , dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands

Námskeið 12.10.2017 kl. 09:00 - 12:00

Launaviðtalið - Að semja um launin

Niðurstöður í Launakönnun VR undanfarin ár hafa sýnt að þeir félagsmenn sem hafa farið í launaviðtal bæti starfskjör sín.

Um námskeiðið

Farið verður yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna. Rætt verður um starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir. Þátttakendur leggja mat á eigið vinnuframlag, meta styrkleika og veikleika sína og koma auga á þau tækifæri sem eru til staðar. Þátttakendur rýna í eigin menntun, þekkingu, færni, hæfni, reynslu, árangur og frammistöðu í starfi. Farið verður í undirbúning launaviðtalsins og kenndar mismunandi aðferðir í samningatækni sem geta nýst í launaviðtali. Farð verður yfir það hvernig launakönnun VR getur nýst félagsmönnum þegar kemur að launaviðtalinu.

Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu:

Atvinnuhæfni - starfsþróun
Að leggja raunhæft mat á sjálfan sig
Undirbúningur launaviðtalsins – greining gagna
Samningatækni

Ávinningur:

Þekkja styrkleika og veikleika
Geta gert starfsþróunaráætlanir og eflt atvinnuhæfni sína
Öðlast sjálfstraust í launaviðtalinu
Aukið virði sitt sem starfsmenn og þar með árangur í launaviðtalinu

Kennsluaðferðir:
Verkefni
Fyrirlestur

Námskeiðið er haldið í húsakynnum VR í Húsi verslunarinnar og er ókeypis fyrir fullgilda félagsmenn VR.

Umsjón með námskeiðinu hefur Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.

Nánar
Viðar Ingason, hagfræðingur VR
19
okt
12:00 - 13:00
Viðar Ingason , Hagfræðingur VR

Hádegisfyrirlestur 19.10.2017 kl. 12:00 - 13:00

Lífeyrismál á mannamáli

Markmið fyrirlestrarins er að kynna lífeyrismál á mannamáli. Lífeyriskerfið á Íslandi verður kynnt og þátttakendur vaktir til umhugsunar um framtíðina. Meðal annars verður farið yfir þrjár stoðir lífeyriskerfisins, samtryggingarsjóði, séreignarsjóði, eignir og skuldbindingar sjóðanna, mismunandi fjárfestingarstefnur og spáð um lýðfræðilega þróun næstu áratuga.  

Nánar
Áskoranir trúnaðarmanna á fjölbreyttum vinnustað
26
okt
09:00 - 12:00
Unnur Magnúsdóttir , þjálfari frá Dale Carnegie

Trúnaðarmannanámskeið 26.10.2017 kl. 09:00 - 12:00

Áskoranir trúnaðarmanna á fjölbreyttum vinnustað

Námskeið fyrir trúnaðarmenn VR

Á námskeiðinu verður farið yfir þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á fjölbreyttum vinnustöðum. Við lærum að þekkja okkur sjálf, okkar leiðtogastíl og hvernig við vinnum á áhrifaríkan hátt með ólíkum einstaklingum. Umfram allt lærum við leiðir til að mynda tengsl og traust. Léttur morgunverður í boði.

Umsjón með námskeiðinu hefur Unnur Magnúsdóttir, þjálfari frá Dale Carnegie.

Nánar
Trúnaðarmenn VR - Sjóðir og þjónusta VR
17
nóv
09:00 - 12:00
Selma Kristjánsdóttir , sérfræðingur á þróunarsviði VR

Trúnaðarmannanámskeið 17.11.2017 kl. 09:00 - 12:00

Trúnaðarmenn VR - Sjóðir og þjónusta VR

Námskeið fyrir trúnaðarmenn VR

Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði verður farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð og Starfsmenntasjóð. Einnig verður farið yfir starfsemi starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og þjónustu VR við atvinnuleitendur. Allir trúnaðarmenn VR þurfa að hafa þekkingu á þessum þáttum og því er mikilvægt að sem flestir trúnaðarmenn nýti sér þetta námskeið. Léttur morgunverður í boði.

Umsjón með námskeiðinu hefur Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR.

Nánar
VR félagsmenn á hádegisfyrirlestri
23
nóv
08:30 - 09:30
Rakel Heiðmarsdóttir

Fyrirlestur 23.11.2017 kl. 08:30 - 09:30

Í blíðu og stríðu, með okkur sjálfum - morgunfyrir...

Við erum alltaf að senda okkur sjálfum skilaboð með hegðun okkar, viðbrögðum og ekki síst innra tali við okkur sjálf. Hver eru þessi skilaboð? Erum við að stappa í okkur stálinu eða rífa okkur niður? Erum við að segja okkur að við getum eitthvað sem er erfitt eða segjum við okkur að við séum vonlaus og getum það ekki? Skipta þessi skilaboð máli? Praktísk umræða og vísun í kenningar og rannsóknir í sálfræði.

Aðeins um bakgrunn Rakelar: Ég útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002 og fékkst við ráðgjöf og markþjálfun í framhaldinu. Ég hef verið með námskeið í Stjórnendaskóla HR, Endurmenntun HÍ og í fyrirtækjum og hjá Reykjavíkurborg þar sem ég starfaði sem mannauðsráðgjafi í um 2 ár (2003-2005). Ég hef síðan unnið samtals í um 11 ár sem mannauðsstjóri í þremur stórum fyrirtækjum (Norðuráli, Jarðborunum og Bláa Lóninu). Ég nýlega búin að stofna einkahlutafélag og er að hella mér aftur í markþjálfun, ráðgjöf og fræðslu.

Fyrirlesari: Rakel Heiðmarsdóttir

 

Nánar

Flokkar

Hádegisfyrirlestrar

Skrá mig á póstlista VR