imageAlt
23
nóv
08:30 - 09:30
Rakel Heiðmarsdóttir

Við erum alltaf að senda okkur sjálfum skilaboð með hegðun okkar, viðbrögðum og ekki síst innra tali við okkur sjálf. Hver eru þessi skilaboð? Erum við að stappa í okkur stálinu eða rífa okkur niður? Erum við að segja okkur að við getum eitthvað sem er erfitt eða segjum við okkur að við séum vonlaus og getum það ekki? Skipta þessi skilaboð máli? Praktísk umræða og vísun í kenningar og rannsóknir í sálfræði.

Aðeins um bakgrunn Rakelar: Ég útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002 og fékkst við ráðgjöf og markþjálfun í framhaldinu. Ég hef verið með námskeið í Stjórnendaskóla HR, Endurmenntun HÍ og í fyrirtækjum og hjá Reykjavíkurborg þar sem ég starfaði sem mannauðsráðgjafi í um 2 ár (2003-2005). Ég hef síðan unnið samtals í um 11 ár sem mannauðsstjóri í þremur stórum fyrirtækjum (Norðuráli, Jarðborunum og Bláa Lóninu). Ég nýlega búin að stofna einkahlutafélag og er að hella mér aftur í markþjálfun, ráðgjöf og fræðslu.

Fyrirlesari: Rakel Heiðmarsdóttir

 

Skrá mig á viðburð

Aðrir atburðir

Skrá mig á póstlista VR