imageAlt
28
sep
12:00 - 13:00
Ingvar Jónsson Markþjálfi og alþjóða markaðsfræðingur

Litróf hugans
- af hverju er algengasti skilningurinn misskilningur?

Við erum það sem við hugsum og enginn hugsar eins og því er enginn eins. Skemmtilegt og hárbeitt erindi sem lýsir því af hverju algengasti skilningur okkar á milli er misskilningur. Af hverju gult fólk á erfitt með að umbera græna, af hverju rauðir eru svona miklar dramadrottningar og bláir svona miklir sjálfvitar.

Um fyrirlesara:

Ingvar Jónsson er vottaður ACC markþjálfi og alþjóða markaðsfræðingur með MBA frá CBS í Kaupmannahöfn. Hann hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald síðustu 15 ár og við stjórnunarstörf síðan 1999, nú síðast sem framkvæmdastjóri NTV. Auk þess hefur hann NLP vottun og er starfandi stjórnendamarkþjálfi.

Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri og þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá að skapa svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni.

Skrá mig á viðburð