imageAlt
09
jan
19:00

Þriðjudaginn 9. janúar 2018, kl. 19:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa 1. júní - 31. ágúst hjá þeim sem hafa ekki fengið úthlutað orlofshúsi sl. þrjú sumur. Miðvikudaginn 10. janúar 2018, kl. 14:00 geta þeir bókað sem leigðu orlofshús að sumarlagi 2015, 2016 eða 2017.

Hægt verður að bóka á netinu, í gegnum síma eða á skrifstofum VR. Við bendum sérstaklega á kvöldopnun á skrifstofum VR þann 9. janúar frá kl. 19:00 til 20:30. Þjónustuver VR verður einnig opið á þessum tíma.

Á orlofsvef VR er að finna allar upplýsingar um orlofshús VR og tímabil. Til að bóka og greiða fyrir orlofshús eða aðra orlofsþjónustu VR þarf að skrá sig inn á Mínar síður. Hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.