Kosning til formanns og stjórnar VR 2017-2019

Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til formanns og stjórnar VR, sem stóð frá 7. mars 2017 til kl. 12:00 á hádegi þann 14. mars 2017 er nú lokið.

Atkvæði greiddu 5.706. Á kjörskrá voru alls 33.383. Kosningaþátttaka var því 17,09%.

Kosningar 2017

Niðurstöður kosninganna eru sem hér segir:

Formaður VR - til tveggja ára

Ragnar Þór Ingólfsson

Sjö stjórnarmenn – til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR.

Ólafur Reimar Gunnarsson
Harpa Sævarsdóttir
Birgir Már Guðmundsson
Guðrún Björg Gunnarsdóttir
Unnur María Pálmadóttir
Helga Ingólfsdóttir
Elisabeth Courtney

Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs

Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Rannveig Sigurðardóttir

Þessir aðilar eru því réttkjörnir skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi VR fyrir árið 2017 sem haldinn verður í lok mars.

 

Listi til trúnaðarráðs sjá hér.

Atkvæði til kosninga 2017

Atkvæði féllu sem hér segir:

Frambjóðandi til formanns
og fjöldi atkvæða

Ragnar Þór Ingólfsson 3.480
Ólafía B. Rafnsdóttir 2.046
Tóku ekki afstöðu 180

 

Frambjóðandi til stjórnar
og fjöldi atkvæða
 

Ólafur Reimar Gunnarsson 2.161
Harpa Sævarsdóttir 2.124
Birgir Már Guðmundsson 1.943
Guðrún Björg Gunnarsdóttir 1.863
Unnur María Pálmadóttir 1.785
Helga Ingólfsdóttir 1.686
Elísabeth Courtney 1.530
Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir 1.462
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir 1.251
Rannveig Sigurðardóttir 1.155
K. Svava Einarsdóttir 1.017
Tóku ekki afstöðu 1.533