Trúnaðarmenn

Trúnaðarmaður er mikilvægur hlekkur í starfsemi fyrirtækja. Ef þú vilt koma á kosningu á þínum vinnustað hafðu samband við þjónustuver VR í síma 510 1700 og starfsmenn VR munu aðstoða þig.

Hér að neðan er listi yfir trúnaðarmenn í stafrófsröð eftir nöfnum. Þú getur einnig leitað eftir nafni trúnaðarmanns með því að slá það inn og smella á leita. Vinsamlega athugið að ekki er heimilt að nota netfangalistann sem hér birtist í markaðslegum tilgangi.

 

Nánari upplýsingar um störf trúnaðarmanna

Trúnaðarmenn

Trúnaðarmenn

Trúnaðarmannanámskeið

Starf trúnaðarmanna VR er mjög mikilvægt fyrir starfsemi félagsins og þjónustuna við félagsmenn. Þeir þurfa að takast á við ýmis mál í starfi sínu, lítil og stór. VR hefur undanfarin ár boðið trúnaðarmönnum upp á margskonar fræðslu til að þjálfa þá bæði í mannlegum samskiptum og auka þekkingu þeirra á réttindum og skyldum á vinnumarkaði.

Skráning á námskeiðin er bæði rafræn og hjá þjónustuveri VR í síma 510 1700. Námskeiðin eru haldin í fundarsal VR á 0 hæð í Kringlunni 7. Trúnaðarmenn VR á landsbyggðinni geta fylgst með gegnum fjarfundarbúnað á skrifstofu VR í sinni heimabyggð.

Sjá næstu námskeið

Hvernig á að kjósa trúnaðarmann ?

Starfsmenn á vinnustaðnum kjósa sér trúnaðarmann til tveggja ára í senn. Kosning fer fram í samráði við VR en trúnaðarmaðurinn fær staðfestingu á kjöri og umboð sitt frá félaginu. Kjósa má trúnaðarmann á vinnustað þar sem starfa fimm manns eða fleiri. Ef starfsmenn eru fleiri en 50 má kjósa tvo trúnaðarmenn.

Sjá nánar um kosningu hér

Ferða- og dvalarkostnaður

Reglur VR um ferða- og dvalarkostnað trúnaðarráðs og trúnaðarmanna VR vegna funda og fræðslu

Trúnaðarráðs- og trúnaðarmenn sem sækja fundi og eða fræðslu á vegum VR og eru ekki búsettir á Reykjavíkursvæðinu, skulu fá greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt eftirfarandi reglum:

1. Panta skal flug í gegnum skrifstofu VR á því svæði sem viðkomandi býr, Egilsstöðum eða Vestmannaeyjum.

2. Þar sem ekki eru flugsamgöngur skulu greiðslur vera 60% af kílómetragjaldi (+vegatollar).

3. Í þeim tilvikum sem ekki er hægt að ferðast fram og til baka samdægurs, skal félagið sjá fyrir gistingu. Tilkynna ber félaginu með 4 daga fyrirvara ef gistingar er þörf.

Í þeim tilvikum sem ofanritaðar reglur ná ekki til, skal samið sérstaklega fyrirfram um greiðslur við skrifstofu VR.

Reglur þessar gilda frá og með febrúar 2017.