Company of the Year 2021

Fyrirtæki ársins 2021 – þú getur dottið í lukkupottinn!

Könnun VR á Fyrirtæki ársins er hafin og fá allir félagsmenn hana senda í tölvupósti. Félagsmenn geta einnig svarað á Mínum síðum á vr.is. Þá getur allt starfsfólk yfir 100 fyrirtækja einnig tekið þátt, óháð stéttarfélagsaðild, en þessi fyrirtæki tryggja öllu starfsfólki sínu þátttökurétt. Heppnir svarendur geta unnið glæsilega vinninga, meðal annars rafmagnshlaupahjól, airpods og Iphone 12.

VR gerir þessa könnun árlega með það í huga að kanna líðan félagsmanna og starfsfólks á almennum vinnumarkaði, samskipti í vinnunni, starfsanda og álag svo eitthvað sé nefnt. Könnunin gefur þér tækifæri til að tala beint við stjórnendur í þínu fyrirtæki til að segja þeim hvað er vel gert og hvað má betur gera. Könnunin er einnig vettvangur þinn til að láta okkur hjá VR vita hvernig þér líður og hvað mikilvægt er að skoða þegar kemur að aðbúnaði og líðan í vinnu.

Í tengslum við könnunina eru svo tilnefnd 15 fyrirtæki sem Fyrirtæki ársins hvert ár, fimm í hverjum stærðarflokki (sjá nánar hér um framkvæmdina). Niðurstöður eru birtar á vef VR í maí.

Ef þú hefur ekki fengið könnun í tölvupósti, sendu okkur póst með nafni og kennitölu (vr@r.is) eða farðu inn á Mínar síður á vefnum, vr.is.

Við hvetjum þig til að taka þátt og láta í þér heyra.