44. þing ASÍ sett í dag

Fréttir - 21.10.2020
44. þing ASÍ sett í dag

Þing Alþýðusambands Íslands verður sett í dag kl. 10:00 en þingið verður með breyttu sniði í ár vegna Covid-19 faraldursins. Í stað þriggja daga þings nú í október verður haldið fjögurra tíma fjarþing og þingi svo frestað til vors. VR mun eiga 90 þingfulltrúa á þessu þingi.

Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Réttlát umskipti".

Hér má sjá streymi af þingsetningu og ávörpum en þingið verður svo aðeins opið þingfulltrúum frá kl. 11:00.