Afsláttur í flug

VR blaðið - 04.04.2018
Afsláttur í flug

Ertu að fara til útlanda eða langar þig að ferðast innanlands?

Félagsmenn VR fá afslátt hjá Icelandair, WOW air, Flugfélaginu Erni, Sumarferðum og hjá Úrvali Útsýn. Afslátturinn er í formi gjafabréfa sem hægt er að kaupa á orlofsvef VR. Hver félagsmaður getur keypt tvö gjafabréf á ári hjá hverju fyrirtæki. Ekki er hægt að skila bréfunum eftir að þau hafa verið keypt. Félagsmönnum er bent á að kynna sér vel skilmálana áður en bréfin eru keypt.

Gjafabréf Icelandair kostar 23.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í flug og/eða pakkaferðir Icelandair. Gjafabréfið gildir ekki upp í skatta á Vildarpunktamiðum. Gjafabréf Icelandair gildir í u.þ.b. tvö ár frá útgáfudegi. 

Gjafabréf WOW air kostar 22.500 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í flug hjá WOW air. Einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í hverri bókun. Bókunar- og ferðatímabil er u.þ.b. 1 ár frá útgátu gjafabréfs. Í þessu felst að flugferðin þarf að vera innan árs frá útgáfudegi gjafabréfsins. 

Gjafabréf Sumarferða kostar 25.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í pakkaferð. Gildir í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2018. Nota má eitt gjafabréf á hvern félagsmann.

Gjafabréf hjá Úrvali Útsýn kostar 25.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í pakkaferð. Gildir í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2018. Nota má eitt gjafabréf á hvern félagsmann.

Flugávísun Flugfélagsins Ernis gildir sem greiðsla fyrir flugmiða aðra leið fyrir einn til eða frá Vestmannaeyjum, Húsavík, Höfn í Hornafirði og Bíldudal. Flugávísunin gildir eingöngu fyrir félagsmann VR. Taka þarf fram við pöntun að greitt sé með flugávísun frá VR. Ekki er hægt að nota flugávísun VR í eftirfarandi flug á tímabilinu 1. júní - 31.ágúst: Kl. 8.55 (morgunflug) frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og kl. 18:55 (síðdegisflug) frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Allt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgi ár hvert og er þá átt við þá helgi frá föstudegi til mánudags.

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR