Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum

Fréttir - 14.05.2019
Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum verður haldinn þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 12.00 í Eldey, Goðahrauni 1.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  3. Kosning stjórnar
  4. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð stéttarfélaga
  5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram
  6. Önnur mál

Gestir fundarins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.

Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist til Katrínar Sólveigar Sigmarsdóttur á netfangið katrinsolveig@vr.is fyrir kl. 12.00 sunnudaginn 19. maí 2019.

Boðið verður upp á mat í byrjun fundar svo gott væri að fundarmenn skrái sig með því að senda póst á katrinsolveig@vr.is eða hringi í síma 510 1700 fyrir kl. 15.00 föstudaginn 17. maí nk.

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR