Breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Fréttir - 21.06.2017
Breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Á aukaársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem haldinn var í dag miðvikudaginn 21. júní, voru kynntar breytingar á samþykktum sjóðsins. Breytingarnar koma til vegna nýrrar deildar í sjóðnum, c-deildar, sem tekur við tilgreindri séreign í samræmi við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá janúar 2016.

Stjórn Lífeyrissjóðsins samþykkti breytingar á samþykktum sjóðsins á fundi 30. maí 2017.

Breytingarnar má sjá hér.

Smelltu hér til að skoða aðrar samþykktir sjóðsins.

Nánar upplýsingar veitir Lífeyrissjóðurinn í síma 580-4000 eða í tölvupósti á skrifstofa@live.is