Breyttur skilatími umsókna vegna páska

Fréttir - 12.04.2019
Breyttur skilatími umsókna vegna páska

Félagsmenn vinsamlega athugið að breytingar verða á greiðslum úr VR Varasjóði og starfsmenntasjóðum næstu tvær vikur vegna páska.

Í næstu viku verður síðasti skiladagur fyrir Varasjóð og starfsmenntasjóði mánudagurinn 15. apríl og greitt úr sjóðunum miðvikudaginn 17. apríl.

Í vikunni þar á eftir verður síðasti skiladagur þriðjudagurinn 23. apríl og greiðsla úr sjóðunum föstudaginn 26. apríl.