Ef þú lendir í tæknivanda við að kjósa

Fréttir - 12.04.2019
Ef þú lendir í tæknivanda við að kjósa

Ef félagsmenn VR lenda í vandræðum með að greiða atkvæði í rafrænni atkvæðagreiðslu VR um nýgerða kjarasamninga er hægt að senda tölvupóst, alla helgina, á kjorstjorn@vr.is

VR verður með vakt alla helgina og verður brugðist við vandamálum sem upp kunna að koma um leið og hægt er að verða við því.

Eftir hádegi í dag, föstudaginn 12. apríl, höfðu tæplega 3800 félagsmenn VR greitt atkvæði.