Fjölmenni á morgunverðarfundi atvinnurekenda

Fréttir - 22.10.2019
Fjölmenni á morgunverðarfundi atvinnurekenda

VR bauð atvinnurekendum á morgunverðarfund vegna styttingar vinnuvikunnar. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs, hélt erindi fyrir fullum sal og svaraði fjölmörgum spurningum sem brunnu á atvinnurekendum. VR vill nota tækifærið og þakka þeim sem gáfu sér tíma til þess að koma og er það von okkar að fundurinn hafi reynst þeim gagnlegur.

Við bendum á að nánari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar má finna á vef VR hér og spurt og svarað um styttinguna má finna hér.