Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mynd104.JPG

Almennar fréttir - 13.02.2019

Frambjóðendur til stjórnar 2019-2021

Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi þann 11. febrúar 2019.
Eins og áður hefur komið fram barst kjörstjórn VR eitt einstaklingsframboð til formanns en það er framboð Ragnars Þórs Ingólfssonar og er hann því sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára.

Kjörstjórn VR hefur úrskurðað 14 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 löglega fram borin. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

Frambjóðendur til stjórnar VR eru, í stafrófsröð:

Agnes Erna Estherardóttir
Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir
Björn Kristjánsson
Harpa Sævarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jóna Fanney Friðriksdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Ólafur Reimar Gunnarsson
Selma Árnadóttir
Sigmundur Halldórsson
Sigurður Sigfússon
Soffía Óladóttir
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Þorvarður Bergmann Kjartansson

Ekkert mótframboð barst gegn lista trúnaðarráðs VR í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.

Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.