Almennar fréttir - 10.02.2020

Frambjóðendur til stjórnar VR

Kjörstjórn VR fengið 13 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2020 -2022 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra.

Fundur verður haldinn með frambjóðendum kl. 12:00 miðvikudaginn 12. febrúar nk. og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum.

Alls verður kosið til sjö sæta í aðalstjórn til tveggja ára, tvo aðalmenn að auki til eins árs og þriggja í varastjórn.