Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Hadegisfundur_01.jpg

Almennar fréttir - 09.04.2018

Fyrirlestur um karlmenn og #metoo byltinguna

Næsti fyrirlestur fyrir félagsmenn VR fer fram 12. apríl nk. kl.12:00. í sal VR á 0.hæð í Húsi verslunarinnar.

Gestur Pálmason, stjórnendaþjálfari, fjallar um #metoo byltinguna og talar út frá sjónarhorni karlmanna sem að vilja axla ábyrgð og vinna gegn kynbundnu ofbeldi.

Í fyrirlestrinum deilir Gestur reynslu sinni af þátttöku í hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil, skoðar #metoo byltinguna í víðu samhengi ásamt því að viðra hugmyndir sínar um þau tækifæri sem hreyfingin hefur opnað fyrir og skapað.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.