Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 21.03.2019

Fyrsta verkfall hjá félagsmönnum VR hefst á miðnætti

Fyrsta verkfall hjá félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði hefst á miðnætti í nótt. Miðstöð verkfallsaðgerða verður í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar og eru þeir félagsmenn VR sem eru í verkfalli velkomnir. Miðstöðin opnar kl. 09.00 föstudaginn 22. mars.

VR hvetur þá sem hafa áhuga á að sinna verkfallsvörslu til þess að hafa samband við verkfallsnefnd félagsins á verkfallsnefnd@vr.is eða í síma 510 1700. Einungis starfsfólk vinnustaða sem verkfallið nær til koma til greina í verkfallsvörslu, þ.e. starfsfólk hótela og hópbifreiðafyrirtækja.

Verði félagsmenn varir við verkfallsbrot eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Verkfallsnefnd VR, verkfallsnefnd@vr.is eða í síma 510 1700.

Hægt verður að sækja um styrk úr Vinnudeilusjóð VR á Mínum síðum eftir að verkfallsdögum í mars lýkur. Félagsmenn VR á kjörskrá fá tilkynningu frá okkur í tölvupósti þegar nær dregur. Mikilvægt er að vera með rétt netfang skráð á Mínum síðum svo allar upplýsingar komist til skila.