Almennar fréttir - 05.05.2020

Greiðsla í VR varasjóð

Þegar aðalfundi VR var frestað vegna samkomubanns stjórnvalda varð um leið að fresta ákvörðun um inngreiðslu í VR varasjóð. Ekki er heimild í lögum VR að halda rafrænan aðalfund en aðeins á aðalfundi má taka ákvörðun um upphæð og inngreiðslu í sjóðinn. Inngreiðslu varð því að fresta.

Nokkuð hefur verið spurt um hvenær megi vænta inngreiðslu og þar sem nú er stefnt að því að halda aðalfund VR þann 9. júní nk., ef samkomutakmarkanir stjórnvalda heimila, má búast við því að inngreiðsla í VR varasjóð verði þann 11. júní 2020.